Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 14

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 14
12 BREIÐFIRÐINGUR Skartaði nú feðrafrón með fönn um tinda hvíta. Nú er orðin sjaldgæf sjón siklinga að líta. Opera var sett á svið, sá var leikur slyngur. Flutti og drápu að fornum sið frægur Grímsnesingur. Daga þrjá var drukkið glatt og duflað mátulega. En óvíst er ég segi satt: Um sögn fer marga vega. Kátir voru kappar þar, kunnu að haga orðum. Nóg af góðum vínum var á veizluskrýddum borðum. Samræðurnar gengu greitt: Gamlar deilur víkja. Misskilningi mörgum eytt milli tveggja ríkja. Fyrir utan alla mærð að því ber að vinna, að gömul handrit fáist fœrð til fyrri stöðva sinna. Arsól reis úr ægi fríð eftir veizluhöldin stríð,

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.