Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 18

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 18
Steingrímur Jónsson, raímagnsstjóri: Um notkun sjávarfalla Steingrímur Jónsson rafma^nsstjóri hefur sýnt ,,Breiðfirðing;“ þá vinsemd, að leyfa honum birtingu útvarpserindis, er hann flutti um notkun sjávarfalla. En við Breiðafjörð er slíkt helzt talið koma til greina hér á landi og; þar hefur eina sjávar- fallastöðin verið starfrækt hérlendis. Nokkrir kaflar hafa, sökum rúmleysis, verið felldir úr erindnu. Fjalla þeir kaflar aðalleg;a um sjávarfallastöðvar erlendis. Skal þeim, sem vildu kynna sér þetta mál nánar, bent á ýtarleg;a grein rafmagns- stjóra í ,,Árskýrslu Sambands íslenzkra rafveitna“ 13. ár. 1955. Þegar daglega er rætt um notkun kjarnorkunnar til ýmissa starfa, þar á meðal til raforkuvinnslu, kann það að þykja úrelt að ræða um notkun sjávarfalla. En það er ævagömul viðleitni manna að hagnýta sjávarföllin til að knýja vinnu- vélar til mölunar á korni og til dælingar á vatni úr námum eða til þurrkunar lands eða til að knýja aðrar vinnuvélar fyrra tíma. Þessi notkun sjávarfallanna komst á tiltölulega hátt stig á öndverðri 18. öld og frá þeim tíma eru til menjar sjávarfallastöðva víða um Suður-England og við Frakklands- strendur og einnig í öðrum löndum. Þegar véltæknin tók að þróast á 18. og einkum 19. öld- inni á ýmsum sviðum, fylgdist þessi hagnýting sjávarfall- anna ekki með í þeirri þróun. Hins vegar tók virkjun fall- valna þegar miklum framförum á síðari hluta 19. aldar, einkum þegar raforkuvinnslan kom til sögunnar eftir 1880. Hafa framfarir á því sviði haldist síðan. En nú á síðustu áratugum hafa verið gerðar athuganir á því, hvort ekki mætti gera aflmiklar sjávarfallastöðvar og

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.