Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 20

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 20
18 BREIÐFIRÐINGUR klst. í senn og hvíldartímar verða fjórir nær 2 stundir hver. Stöðin verður dýrari í stofnkostnaði með þessari tilhögun, því að gera veður ráð fyrir tvöföldu aðrennsli og frá- rennsli. Þó hafa þær framfarir orðið í véltækni síðari árin að koma má þessum rásum fyrir á einfaldan hátt og smíð- aðir hafa verið með stillanlegum spöðum, er starfað geta á báðum föllum með sömu snúningsátt. En ókosturinn við þessar stöðvar er einkum sá, að þær þurfa að leggja niður starfið á biðtímunum um liggjandana. Hafa menn því leitað þessu úrbóta og hafa komið fram ýms- ar hugvitsamlegar tillögur um sjávarfallastöðvar, er starf- að gætu stöðugt. Er þá ætlazt til að nota tvær eða fleiri uppi- stöður, er starfað geta saman eða á víxl. Það hefur mikið verið rætt og ritað, hvernig orkan frá sjávarfallastöðvum yrði hagnýtt og er nú talið, að helzta leiðin sé eð láta sjávarfallaorkuna inn í stórt landsveitu- kerfi, sem getur tekið við henni jafnóðum, þegar hún gefst, hvort sem sjávarfallastöðin starfar slitrótt eða stöðugt, en láta aðrar stöðvar, sem tengdar eru við kerfið taka á sig þær álagsbreytingar, sem af samstarfinu hlýzt. Verða þess- ar samstarfsstöðvar þá að vera samtals tiltölulega miklu aflmeiri en sjávarfallastöðin og hafa skilyrði til að spara ýmist elsneyti, sem orku sjávarfallastöðvarinnar nemur eða hafa nóg miðlunarrúm handa framrennsli vatnsaflstöðv- anna til aðt geta hagnýtt það að fullu. Margur mun nú spyrja, hvernig háttað muni vera í þessu efni hér við land. Er þá skemmst frá því að segja, að hæðar- munur sjávarfalla er ekki mikill hér við land á móts við þá staði, sem rannsakaðir hafa verið erlendis og taldir líklegir til virkjunar. Mestur er munurinn við vesturströnd Islands. Þar er víða talið, að munurinn sé 2 m. í smástraumi upp í 4 m í stórstraumi. Þetta er þó minna en helmingur þess, sem talið er við Ermasund og Fundyflóa. A Norðurlandi er hæð-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.