Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 22

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 22
20 BREIÐFIRÐINGUR upp beggja vegna í sundið og það þrengt þannig, en í mill'i þeirra var vatnshjólið. Stöðin var smíðuð af Vigfúsi Jónssyni Hjaltalín, er fædd- ur var 1862 og dáinn 1952. Var hann fæddur og uppalinn í Brokey og bjó þar allan sinn búskap. Var stöðin notuð ein 25 ár til að mala korn. Ber stöð þessi Vigfúsi skýran vott þess, að hann bafi verið hugvitsmaður hinn mesti og hagleiks- maður. Tengdasonur Vigfúsar, Vilhjálmur Ogmundsson, oddviti á Narfeyri í Skógarstrandarhreppi, lýsir stöðinni þannig: „Stöðin mun hafa verið tekin í notkun 1902. Var hún meira og minna notuð til kornmölunnar í 20 til 25 ár. — TTndirfallshjólið, sem að vísu er enn til, er um 5 fet eðe’ 160 cm. að þvermáli. Vinnutími þess á útfalli mun varla hafa farið fram úr 3 stundum. Hjólið vann einnig á aðfalli, en skemur, um 2 stundir. Snerist það þá öfugt. Vegna þess hve hjólið var lítið, var vinnutími þess minni en annars og um stórstraumsflæðar fór það alveg í kaf. Ekki var hjólið alltaf notað með þessu lagi. Reynt var að hafa það lárétt með lóðréttum ási. Snúningurinn var þá eins á aðfalli og út- falli. Varð þá að hafa tvo hlera eða hurðir á hjörum, sem opnuðust og lokuðust á víxl eftir sjávarföllum. Vann ann- ar hlerinn í senn, sem hlíf fyrir hálfu hjólinu. Kom þá aðal- straumurinn á röndina á hjólinu, en hinum megin varð dá- lítið afturkast. Skiljanlega varð orkunýtingin harla ófull- komin með þessu móti og snúningshraðinn minni. Þá var þetta notað þannig í nokkur ár. Mylluhúsið stendur enn, en hefur verið fært nokkuð úr stað.“ Það er augljóst af þessari lýsingu að meðan hjólið var notað á láréttum ási, var það mikils til of lítið til að hag- nýta aflið að fullu, einkum í stórstraumi. Möndullinn hefði þurft að liggja það hátt, að eigi væri öllu meira en helm- ingur spaðanna undir möndlinum í kafi í mestum flóðum

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.