Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
unga aldri stundum báti um Breiðasund, að hætti sumra
breiðfirzkra kvenna að fornu og nýju. En hitt vakti mesta
aðdáun kunnugra, hve vel henni lærðist ungri að stjórna
ríku skapi og heitum tilfinningum, svo að hún talaði um
hvert mál af stillingu og tók öllu með hófsemi, sem að
höndum bar.
Að ósk föður síns flutti frú Guðrún á ný til Stykkishólms,
þegar hann var orðinn ekkjumaður. Tók hún þá að sér
heimili hans, studdi yngstu systkini sín til þroska, veitti
aldurhniginni ömmu sinni umsjá og bjó föður sínum frið-
sælt ævikvöld.
Sjálf eignaðist frú Guðrún ekkert barn. Þau Guðjón tóku
fósturson. Gunnar Bachmann, síðar símritara. Móðir hans
dó að honum, þessum fóstursyni reyndist frú Guðrún elsku-
rík móðir, vafði hann ástúð, bar af honum hvert blak, vakti
yfir hag hans. Enda unnust þau hugástum alla tíð.
Síðar tók frú Guðrún stúlku til fósturs, Ingibjörgu Helga-
dóttir, sem nú er gift í Svíþjóð. Með þeim var og mikið
ástríki.
Reinhold Richter bróðir Guðrúnar og Pétur Leifsson ljós-
myndari dvöldu árum saman á heimili hennar og nutu um-
hyggju hennar alla tíð.
Stúlkum þeim er unnu frú Guðrúnu reyndist hún jafnan
hin bezta og trygglyndasta vinkona, enda vildu þær ógjarnan
við hana skilja nema þær stofnuðu eigið heimili. Sigurbjörg
Sigurðardóttir heitir kona, sem var hjá henni yfir fjöru-
tíu ár og veitti frú Guðrúnu aðdáunarverða umhyggju, þegar
henni lá mest á síðustu árin.
Síðustu ár, sín vestra rak frú Guðrún vinsæla saumastofu
í Stykkishólmi. Árið 1920 fluttist hún til Reykjavíkur og
dvaldi hér síðan til dánardags 31. marz 1955.
Með henni kvaddi siðfáguð og fjölgáfuð hefðarkona
heiminn. Það er von vor að þá Helgrindur voru að baki hafi