Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 37
Rögnvaldur Lárusson
Rögnvaldur bátasmiður í Stykkishólmi var einhver þekkt-
asti maður við sunnanverðan Breiðafjörð á sinni tíð.
Hann fæddist að Narfeyri á Skógarströnd 27. nóvember
1867. Foreldrar hans voru Ingveldur Björnsdóttir og Lárus
Jónsson, búandi hjón þar á bæ. Faðir Ingveldar var Björn
gullsmiður á Narfeyri Magnússon bónda að Stórholti í
Saurbæ Jónssonar. Kona Björns var Ragnheiður Stefáns-
dóttir prests í Hjarðarholti Benediktssonar prófasts sama
stað Arnasonar bónda í Krókum Bjarnasonar. Kona Magnús-
ar í Stórholti var Guðrún.
Faðir Lárusar var Jón bóndi í Geitareyjum af hinni al-
kunnu Geitareyja- og Skógarstrandaætt. Móðir Lárusar var
Katrín Guðmundsdóttir. Móðir hennar var Sesselja Sveins-
dóttir í Snóksdal Hannessonar prests að Kvennabrekku
Björnssonar. Kona séra Hannesar var Þórunn dóttir Sveins
klausturhalda að Munkaþverá. Kona Sveins var Margrét
Magnúsdóttir prests að Kvíabekk Sigurðssonar, Björnsson-
ar að Laxamýri. Kona Sveins klausturhaldara voru Torfi
pi'ófastur í Gaulverjabæ Jónsson og kona hans Sigríður
Halldórsdóttir lögmanns Ólafssonar, systur Margrétar konu
Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Ungur að árum missti Rögnvaldur föður sinn. Tók hann
Þá við bústjórn hjá móður sinni, frekar hinum systkinun-
uni, sem flest voru yngri. Stjórnaði hann búi hennar, þar
B1 hann kvæntist, þá 29 ára. Fór hann þá að búa á Straumi
1 sómu sveit. Kona Rögnvaldar var Guðrún Kristjánsdóttir
bónda að Straumi Björnssonar gullsmiðs á Narfeyri. Voru