Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 38

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 38
36 BREIÐFIRÐINGUR þau hjónin systkinabörn. Kona Kristjáns var Vilborg Jósefs- dóttir bónda að Valshamri Jónssonar Hjaltalín prests að Breiðabólstað á Skógarströnd. Konu sína missti Rögnvaldur frá 5 börnum eftir 8 ára sambúð. Ragnheiður, systir Guðrúnar, tók þá við bústjórn með honum og var fyrir búi hans í 50 ár. Rögnvaldur dó 25. apríl 1955. Ungur hneigðist Rögnvaldur til smíða, enda átti hann til smiða að telja í báðar ættir. Föðurbróðir hans, Kristján, var svo hagur, að almennt var haldið að galdrar réðu smíð- um hans. Um aldamótin var farið að byggja timburhús víða í ná- lægum sveitum. Mörg þessara húsa smíðaði Rögnvaldur. Stundaði hann það einkum á sumrum, en vann að bátavið- gerðum á veturna. Árið 1907 fluttist hann búferlum til Stykkishólms. Eftir að þangað kom, stundaði hann aðallega bátasmíðar, jafnt að járn og trésmíði. Setti niður vélar í báta og gerði ótrú- lega mikið við vélar. Verkfæri gerði hann sér að miklu leyti sjálfur. OR smíði og bátalag fór honum vel úr hendi. ARt frá smábátum til stærstu trollubáta. Rögnvaldi má líkja við harnamann, sem varð að senda börn sín í vinnumennsku jafnóðum og þau óxu upp. Hann fann til með bátum sínum og sárnaði verulega, ef hann sá að illa var farið með þá. Þeir voru honum kærir, sem börn hans væru. I hærra lagi var Rögnvaldur á vöxt sinnar kynslóðar, herðabreiður og karlmannlegur á velli. Fáorður var hann og jafnlyndur, en þó glaðlyndur. Drengur góður og vann sér allra traust. Með honum er fallinn einn hinna merkustu meiða breiðfirzkra byggða. Jónas Jóhannsson, Öxney.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.