Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 42
Kvöldljóð
Nú líður sól að sævardjúpi
og sveipar aftanroði fjöll og dal.
Esjan skartar skærum geislahjúpi
og skín á Snæfellsjökli roðatraf.
En lognaldan við lága ströndu hjalar,
og ljúft um fegurð sumarkvöldsins talar,
er sólarljóminn svási jörðu gaf.
Úti á hafi blika segl á bárum
í blíðum þey þeir sigla landi frá.
Þörf er ei að þreyta hönd á árum,
þreytan hverfur, ljómar gleði á brá.
Sælt er nú að sigla um djúpið bláa,
sækja matbjörg handa sinni þjóð.
Björgin vex í bátnum þeirra smáa
og bráðum heim þeir snúa, ef veiði er góð.
Nú leggur vornótt bláa blæju sína
á byggð og fjöll, á haf og strönd og dal,
en yzt í vestri aftangeislar skína
og asúrblámi fer um himinsal.
Þá geng ég heim frá ströndu, hrifni, hljóð,
og hugsa um, hvað þú, móðir jörð, ert góð,
ef mennirnir þér aðeins ekki spilla,
en af því góða huga og hjarta fylla.
J?óra M. Stefánsdóttir.