Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 43

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 43
Frá nítjándu öld (Stutt erindi flutt í Breiðfirðingabúð.) Kæru Breiðfirðingar! Við hljótum að vera vinir, vegna átthagatengslanna. Þess vegna þakka ég það tækifæri, að mega minnast hér á dvöl mína við Breiðafjörð og náttúru- dýrðina þar. Ég er Húnvetningur að ætt og uppruna. En missti for- eldra mína ung og ólst upp hjá ættfólki mínu í Stykkishólmi. Á Syðri-Völlum sá ég fyrst hvað jörðin okkar er þrungin af dýrð Guðs. Þar skreið ég eða gekk fram á grænan varpa til að passa að enginn stígi ofan á blómin mín — þau voru svo falleg. Reyndist þeim þó hvorki vel né viturlega, sleit þau upp og kreisti svo fast sem ég lifandi gat — í lófa mín- um. Þar átti þeim að vera óhætt. Eftir nokkur ár varð sú breyting, að ég skyldi fara frá sveiiinni minni, í kaupstað. Þá átti ég bágt. Sofnaði ekki einn dúr síðustu nóttina. I kaupstaðnum hlaut allt að vera svo leiðinlegt. Þar myndi ég aldrei sjá húsdýrin ganga frjáls um græna haga né fuglana verpa í torfþök bæjarhúsanna. Þar væri ekki eitt einasta hátt fjall og enginn bæjarlækur. Næsta morgun stóðu svo söðlaðir hestar á hlaðinu. Ég ásamt fleira fólki áttum að leggja af stað til Stykkishólms. Þar var allt betra en ég hafði búist við — þessi guðdómlega, óbrotna jörð, vegleysur og holt víða milli húsanna — ef hús skyldi kalla. Byggingarstíll var ekki til. Allir máttu byggja og búa eins og þeim var hentugast. Víða voru garðar og gras- blettir með lélegum girðingum. Sarnt var hestum, kúm og

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.