Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 45

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 45
BREIÐFIRÐINGUR 43 ekki til greina. Þar voru engar knæpur til og varla kom það fyrir að menn sæust drukknir. Flestir voru í „stúku“ og þótti höfuðskömm að brjóta regluna. Enda gaf Oscar Clausen það ekki eftir og stjórnaði bindindismálunum kná- lega, þótt ungur væri þá. Samt heyrði ég nú talað um, að verzlanirnar ættu alltaf svona eina tunnu/ í „pakkhúsinu“ — innan um aðrar vörur, og minnir mig að flaska af þrælsterku brennivíni kostaði krónu. Allt fólk í Stykkishólmi var íslenzkt, þó tæplega mætti greina móðurmál þess frá danskri tungu. Efast ég þó um að Danir hefðu skilið þar eitt einasta samtal, svo afleitur var framburður þessa blandaða máls. En hvað um það, svona töluðum við og álitum „allt í lagi“. Svo var það seint í september 1907, að ég fór í fyrsta sinni til Reykjavíkur. Þið munið, hvað ég kveið fyrir að fara í Stykkishólm, þá var þó hálfu verra að skilja við hann. Þar átti ég svo einlæga æskuvini og annað fólk, er hafði reynzt mér vel. Og enn var það Island. Alls staðar sama dýrðin, sem kann lagið á tilfinningum manna og endist öllum vel. Nú hef ég verið æði mörg ár í kaupstað. Alltaf liðið vel, en hvergi fundið sams konar unað og þann, er bænda- býlin lifa og hrærast í. Þess vegna skulum við nú segja „Guði sé lof fyrir allt, sem hann hefur gefið jörðinni okkar.“ Svo vil ég þakka Breiðfirðingafélaginu þetta vingjarn- lega boð og óska því allra heilla. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.