Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 51

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 51
BREIÐFIRÐINGUR 49 brennivínsámunni og setti á búðarborðið ásamt bollum og glösum til að drekka með. Tóku menn sér nú í bollana hálfa eða fulla, eftir drykkjargetu, en Koddi tók eina bytt- una tveim höndum og setti á munn sér. Ekki sóttist honum drykkjan miður en Þór forðum. Lagði nú Koddi byttuna frá sér og sagði að raða skyldi fylkingum niður, því að nú væru menn orðnir hóflega ölvaðir. I fylkingarbrjósti, þó vinstra megin, var Stóri Koddi með sína fylkingu. Honum til hægri handar sótti Stjáni snjalli fram. Vopni sínu hélt hann svo tígulega, sem gunnfáni væri. — I hægra armi voru þeir Gvendur bölvað bein og Brynki höfðingi. Skyldu þeir einkum gæta þess, að dýrið næði ekki til sjávar. Vinstra megin voru Andrés blöndu- kútur og Lalli lurku., og áttu þeir að gæta þess, að ferlíkið blypi ekki á fjöll, ef það væri frá fjallavötnum kynjað, sem ekki var fyrir að synja, því að áður hafði orðið vart skrímlis í Baulárvallavatni. Sótti nú herinn ofan götuna, eins og leið liggur að Clau- sensbúð. Ofreskjan lá þar enn hin rólegasta. Otti nokkur greip menn, þegar þeir sáu skepnuna, sem engan skyldi undra, því annað er að standa í stórræðum en tala um þau. Hóf nú Koddi klumbu sína yfir höfuð sér og greiddi Jýrinu höggið. En á hægri hönd honum óð fram Stjáni snjalli og reiddi upp lungun. En vegna styrkleika stríðs- ölsins, sem nú var farið að svífa á hann, sá hann ógjörla, hvað var hvað, svo að lungun lentu á augum Kodda en ekki dýrsins. Blindaðist Koddi við ákomuna, svo að högg hans lenti á búðarveggnum að nokkru leyti, en minna en skyldi á hrygg dýrsins. Við þessa höggorustu brá dýrinu, svo að það spratt á fætur og stökk fram á götuna. Hrökk uú margur djarfur drengur til hliðar. Varð nú hlé á atlög- um um stund. Loks gekk Einar í Asi fram úr fylkingunni

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.