Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 53

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 53
Sagnir og lausavísur úr Breiðaíirði Litlunesingar. Júlíus Sigurðsson bóndi á Litlanesi í Múlasveit er fædd- ur 18. júlí 1875 og er því nú 82 ára. Hann ólst upp á Höllustöðum í Reykhólasveit hjá Jóhanni, föður Magnúsar, er lengi bjó í Svefneyjum. Júlíus fluttist með Magnúsi í Svefneyjar árið 1895. í Svefneyjum var Júlí- us í 24 ár, eða til ársins 1919, að hann setti saman bú á Litlanesi með konu sinni Salbjörgu, dóttur Þorvarðar Magn- ússonar frá Deildará, er drukknaði í Kerlingarfirði í nóv- ember 1887. Er sagt frá því hörmulega slysi í „Breiðfirzk- um sjómönnum“, riti Jens Hermannssonar kennara. Júlíus er víða þekktur fyrir kveðskap sinn, enda þótt hann hafi ekki gert víðreist um dagana. Hann hefur t.d. aldrei komið til Reykjavíkur og aldrei lengra suður á bóginn en til Stykkishólms. Hjá Júlíusi er húsmaður að nafni Jón Thorberg. Kom hann að Litlanesi 1920 eða árið eftir að Júlíus kom þangað. Jón Thorberg er fæddur á Kirkjubóli árið 1873, næsta bæ við Litlanes. Jón hefur einu sinni komið til Reykjavíkur, var það árið 1906. Hafði hann fengið fótarmein svo illkynj- að, að hann varð að fara suður, þar sem fóturinn var tekinn af honum um hnéð. Síðan, eða í 51 ár, hefur Jón gengið á tréfæti. Fram á síðustu ár hefur Jón farið í smalamennsku á tréfætinum og enn stendur hann við slátt, þótt á níræðis- aldur sé kominn.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.