Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 56

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 56
 54 BREIÐFIRÐINGUR Og um stóra Englandshaf ugglaus þig að verja. Vilja flestir verjast slag, víst er það ei skrítið. Finnst mér svona ferðalag fyrirsjónarlítið. Eina bótin er nú það í öllu þessu gríni. þið hafið eignazt alfatnað úr ensku hýjalíni. Einbúavísur. Sumarið 1923 voru allir á Litlanesi veikir í innflúensu, nema Júlíus. Hann segist ekki hafa verið góð kokkapía. Ofan á þetta bættist svo það, að hann missti hest sinn úr nýrnaveiki. Að síðustu féll svo Júlíus sjálfur fyrir innflú- ensunni. Einn ég raka, rifja, slæ, reipi bregð um töðu, einn á baki borið fæ bögglana inn í hlöðu. Nú er Jarpur fallinn frá, fjögra hesta maki. Grálynd helja gæðasmá greip hann versta taki. Oft ég snúast mikið má mínu búi að þéna, túni lúinn tölti frá að toga kúaspena.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.