Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
hann því svæði aldrei á
eykur mæðustundir.
Brynjólfur stóð við slátt ásamt fleirum. Þá kvað hann:
Brynki hress hjá brögnum finnst,
beita kann sá ljánum.
Slær af þessum mönnum minnst
mjakast hann á tánum.
Eitt sinn var Brynjólfur staddur á Patreksfirði. í þann
mund var Pétur Olafsson konsúll, sem átti Geirseyrarverzl-
un, þar með mikil umsvif. Brynjólfi varð, ásamt Þorvaldi
presti í Sauðlauksdal, gengið fram hjá stórhýsi, sem Pétur
var að láta reisa. Kastar þá Brynjólfur fram stöku þessari:
Mikinn Pétur á hér auð.
Er hann til þess fallinn?
Snauðum getur gefið brauð.
Gerir hann það kallinn?
Eftir að ellilúi gekk á Brynjólf, brá hann búi og fluttist
að Skálarnesmúla í sömu sveit. Var hann þar í húsmennsku
og hafði hálfa kú. Um það kvað hann:
Ekkert bú og engin hjú,
einn má lúinn púla.
Höppum rinn hef ég nú
hálfa kú á Múla
Múlanes. — Skálmarnes.
Fæsta mun gruna, að Skálmardalur og Skálmarfjörður
dragi nafn sitt af meri, en svo mun þó vera. Ennfremur
mun nes það, er nú nefnist Múlanes einnig hafa nefnzt