Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 61

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR 59 Skálmarnes. Stærsta býlið og kirkjustaðurinn á nesinu heitir fullu nafni Skálmarnesmmúli, enda þótt það sé nú oftast stytt og kallað Múli. I Landnámu er eftirfarandi saga: Grímur Ingjaldsson fór til íslands í landaleit og sigldi fyrir norðan landið. Hann var um veturinn í Grímsey á Steingrímsfirði. Kona hans hét Bergdís, en Þórir sonur, og var hann þá ungur. Grímur réri um haustið til fiska með hús- karla sína, en sveinninn Þórir lá í stafni og var í selbelg og dreginn að hálsinum. Grímur dró marbendil, og er hann kom upp, spurði Grímur: „Hvat spár þú oss um forlög vór, eða hvar skulum vér byggja á íslandi?“ Marbendillinn svaraði: „Ekki þarf ek at spá yðr, en sveinninn, er liggur í selbelgnum, hann skal þar byggja ok land nema, er Skálm merr yðr leggst undir klyfjum“. Þeir fengu ekki fleiri orð af marbendlinum. Seinna um veturinn týndist Grímur og skipshöfn hans í róðri, en Þórir var þá í landi. Bergdís og Þórir fóru næsta vor vestur yfir heiði til Breiðafjarðar. Skálm gekk jafnan fyrir og lagðist aldrei. Næsta vetur voru þau ái Skálmarnesi, en sumarið eftir snéru þau suður. Gekk Skálm þá sem enn fyrir, þar til er þau komu af heiðum suður til Borgarfjarðar. Þar urðu fyrir þeim sandmelar tveir rauðir, og þar lagðist Skálm undir klyfjum undir hin- um ytra melnum. Þar nam Þórir land og byggði fyrstur að Rauðamel hinum ytra. Sagan bætir því svo við, að Skálm hafði dáið í Skálmarkeldu, sem er í Rauðamelslandi. Eigendur Skálmar hafa bersýnilega haft miklar mætur á henni, engu síður en Ásmundur faðir Grettis hafði á Keng- álu. Þau mæðgin létu merina ráða landnámi sínu á sama hátt og Ingólfur Arnarson og Þórólfur Mostrarskegg létu öndvegissúlur sínar ráða landnámi sínu. Þó að merinni skálm þóknaðist ekki að leggjast undir klyfjum á Skálmar- nesi eða þar um slóðir, þá hlutu þó staðir þessir nafn hennar.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.