Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 62

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 62
60 BREIÐFIRÐINGUR Huldufólk í Ásgarðsstapa. Framan við Sælingsdal, á mýrunum fyrir neðan Ásgarð, er Ásgarðsstapi. Þar er huldufólksbyggð, og er um það þessi saga: Húsfreyja í Ásgarði. var eitt sinn ein frammi í búri á að- fangadag jóla. Kom þá til hennar ókunnugur maður, tók í hönd hennar og leiddi hana út og niður að stapanum. — Stapinn var nú opinn og gengu þau þar inn. Þar lá álfkona í barnsnauð. Mennska konan hjálpaði henni fljótt og vel. Fékk huldukonan henni þá svartan stein og biður, að hún strjúki honum um augu barnsins. Konan gerði það, en brá steininum í laumi á annað auga sitt. Þótti henni þá við bregða, því að upp frá því sá hún með því auga í jörðu og á og ekki síður anda en menn. Er nú ekki að orðlengja það, að 10 ár í röð eftir þetta var hún sótt í stapann, til þess að sitja yfir huldukonunni, en seinast dó huldukonan af barnsförum. Mörgum árum seinna kom húsfreyjan í Ásgarði til Stykkishólms. Þar var þá kaupstefna. Þar sá hún álfa- manninn úr stapanum, og varð henni þá að orði: „Þú ert þá hérna“. En um leið og hún sleppti orðinu, rak álfamaður- inn fingurinn í hið skyggna auga hennar, svo að hún varð blind á því til æviloka. Hvemig akur í Skeggjadal byggðist. Hvammur í Dölum stendur, eins og kunnugt er, í dal þeim, er Skeggjadalur nefnist. Dregur dalurinn nafn af Skeggjasonarsyni Þórðar gellis, sem bjó í Hvammi. Auk Hvamms eru nú tveir bæir í dalnum. Skerðingsstaðir og Akur. Þjóðsaga er til um það, hvernig Akur byggðist fyrst. Er hún á þessa leið. Forynja nokkur, sem Gullbrá hét, náði með brögðum kaupi á landi hjá ráðsmanni Auðar djúpúðgu. Reisti hún þarna bæ og hof, og var bærinn þá nefndur Hof-Akur. Auði

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.