Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 63

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 63
BREIÐFIRÐINGUR 61 þótti þetta illt, en lét setja kross við gil það, er skipti lönd- um, og heitir það síðan Krossgil inn frá Akri. — Þegar Auður var látin og hafði látið grafa sig í flæðarmáli út á Akri, varð Gullbrá ekki vært þar. Fluttist hún þá með gull- kistu sína inn í Gullbrárgil, sem er ofarlega í dalnum, og fór undir foss, sem þar er, og lagðist á gullið. Hann heitir síðan Gullbrárfoss, og við hana er líka kenndur Gullbrár- hjalli. — Þegar Skeggi bjó í Hvammi, lék honum hugur á að ná auðæfum Gullbrár og tókst það að lokum. Hann var áður rammheiðinn, og er þess getið í Kristnisögu, að þegar Þangbrandur kom að Hvammi, var honum illa tekið af Skeggja og móður hans. í viðureigninni við Gullbrá hét Skeggi á Þór til fulltingis sér, en það dugði ekki. Þá hét hann því að láta reisa kirkju í Hvammi, og við linaðist Gull- brá svo, að hann gat yfirstigið hana. Ekki vildi Skeggi samt taka trú, en lagði svo fyrir, að hann yrði heygður. Andaðist hann litlu eftir þetta og var heygður í túninu. Gullkista Gullbrár var sett í haug með honum og lögð undir höfuð hans, en steinn mikill settur á hauginn. I túninu í Hvammi er enn þann dag í dag steinn, sem kallaður er Skeggjasteinn. Þú ert ekki búin að bíta úr nálinni. Fyrir utan Kvennabrekku hét áður Þykkviskógur. Þar eru nú nokkrir bæir og heita allir í Skógum. En nú sést þar ekki hrísla, og svo er um Dali, að hinir miklu skógar, sem voru þar í fornöld, eru gjörsamlega horfnir. Sagt er í gam- alli sóknarlýsingu, að skriður hafi mjög eytt þeim, en víð- ast hvar er því ekki til að dreifa, og hefur skógunum bein- línis verið eytt af mönnum. I Stóraskógi bjó á 17. öld maður að nafni Brandur Ein- arsson, almennt kallaður Galdra-Brandur. Hann átti í glett- ingum við ýmsa, meðal annars Kolbein Grímsson Jöklara- skáld, og sendi honum uppvakninginn Haukadals-Halldóru.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.