Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 64

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 64
62 BREIÐFIRÐINGUR Brandur dó voveifilega fyrir aðsókn draugs. Þá var siður að sauma að líkum, og byrjuðu tvær stúlkur á því að sauma að Brandi, en duttu báðar niður. Þá tók dóttir hans það að sér, og er hún hafði lokið verkinu, varð henni að orði: „Hvað ætli mér verði nú að sök?“ Þá sagði líkið: „Þú ert ekki búin að bíta úr nálinni“. Þaðan er sá málsháttur. Þá svaraði stúlkan. „Eg ætla að slíta en ekki bíta, bölvaður“. Sleit hún svo þráðinn og stakk nálinni í il líksins. Guðrún, dóttir Galdra-Brands, var gift Gísla, syni Péturs lögréttumanns á Ballará, en óvíst er, hvort það hefur verið hún, sem saumaði að líkinu. Að lokum koma hér svo nokkrar nýlegar vísur, ortar af Breiðfirðingum fyrir sunnan. Bjarni Asgeirsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Guðmundur Einarsson, þáverandi formaður Breiðfirðinga- félagsins, voru eitt sinn staddir í kjötverzlun. Varð þeim tíðrætt um verðbólgu og dýrtíð. Mælti þá Bjarni fram vísu þessa: Þar sem einn á öðrum lifir efnishyggjan verður rík. Þess vegna kemst enginn yfir ódýr læri í Reykjavík. Guðmundur svaraði samstundis: Verðbólguna við er strítt, von menn kvarti sáran. En ég fæ lærin alltaf frítt, ef ég borga nárann. Komplett og kúrant. Á síðasta aðalfundi Breiðfirðingafélagsins flutti fram- kvæmdastjóri „Breiðfirðings“ skýrslu ritsins. Varð honum

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.