Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 68

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 68
66 BREIÐFIRÐINGUR sem þau voru í lífi þjóðarinnar um margra alda skeið. Og þar kunna að finnast eigi ómerkar heimildir um sauðfjár- eign bænda á því tímabili, sem allar skráðar skýrslur vanta. Eftir stærð kvíanna er auðvelt að fá ærfjölda, sem frá var fært. Annað sauðfé, dilkær, sauði og gemlinga yrði að áætla eftir líkum. Eg mun nú leitast við að geta hér þeirra seltófta, sem mér eru kunnar í Helgafellssveit. En vel má vera, að víðar séu seltóftir þar, þótt mér sé það ekki kunnugt. Þau sel, er bera ekki sérstök nöfn, kenni ég við þá bæi, í hvers landareign þau liggja. Hér verður einnig getið örnefna, er benda á selstöðu. Hrísakotssel: Á sléttri grund í botni Þórsárdals, austan ár, má greinilega sjá seltóftir. Ef til vill hefur Þórólfur Bægifótur haft þar fyrstur í seli. Hann átti allt land austan Þórsár og vestan Ulfarsfells. Síðar lagðist Hvammsland undir Hrísa. Og enn síðar, þegar Hrísakoti var skipt úr landi Hrísa með sérstökum landamerkjum, féll Þórsárdal- ur undir Hrísakot. Seltóftir þessar eru mjög fornlegar og einhverju af þeim kann Þórsá að hafa grandað, því að hún fellur þar svo nærri. Svelgsársel neðra: Alllangt upp með norðurbrún Svelgs- árhrauns gengur lítill, djúpur og fagur grasi vaxinn hvamm- ur inn í hraunbrúnina. I hvammi þessum hefur sel staðið lengi, að því er virðist. Skal því nú lýst hér. Fyrst verða fyrir manni 3 tólftir all stæðilegar, sem standa í röð og snúa frá suðri til norðurs. Austasta tóftin er 4X2 metrar að innanmáli. Einum metra vestar eru tvær tóftir hlið við hlið, og er sami milliveggur undir þeim báðum. Stærð hvorrar tóftar er 2X1.70 m. A öllum tóftunum hefur verið inngangur um norðurgafl. 12 m suðaustar er ein tóft, sem virðist vera frá sama tímabili. Stærð 1.70X1.70 m. Tóft- irnar standa á hörðum velli og eru byggðar að nokkru leyti

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.