Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 69

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 69
BREIÐFIRÐINGUR 67 úr hraungrjóti að innan. Nokkrar tóftir eldri og ógreini- legri eru í hvamminum. Syðst í hvamminum eru tvær kvía- tóftir hlið við hlið, byggðar úr hraungrjóti og standa á hrauni. Stærð þeirra beggja til samans er 12.50X1.80 m. Kvíarnar eru enn allstæðilegar. Fast við hraunbrún, innst í í hvamminum, en kvíatóft byggð úr hraungrjóti í venju- legri kvíabreidd. Lengdin er 10, 50 m. — Þessi tóft er komin því að sökkva á kaf í jarðveginn, og getur verið horfin eftir nokkra áratugi hér eftir. Þá er og inn úr þessum sama hvammi allöng hraungjá með kvíabreidd, sem sjáan- lega hefur verið notuð fyrir kvíær á tímabili. Þetta sel er byggt í ágætu skjóli og hefur því haldið sér betur en ella. Meðfram því rennur lítill lækur, sem Hraunlækur heitir. Skammt norður frá selinu er stór ás, lyngivaxinn, sem Sel- ás heitir. Norðvestast á Selás er mjög fornt og mikið mann- virki, byggt að mestu úr torfi. Hefur það annað hvort verið fjósbyrgi eða stakkagarður, þar sem selfólkið hefur hlaðið saman heyi, er það aflaði, þegar tími vannst til frá selstörf- um, og er það líklegra. Frá fyrrnefndu seli liggur mjög forn, ruddur vegur, sem Selgata heitir upp á brúnina og þvert suður í gegn um hraunið. Mun sú vegalengd vera um 2 km. á lengd. Þegar suður úr hrauninu kemur, tekur við allstórt afréttarland, umgirt brunahrauni að sunnan, vestan og norðan. Þetta af- i'éttarland heitir Nátthagi enn í dag. Sú sögn lifir enn, að kvíaánum úr selinu hafi verið beitt á Svelgsárdal vestan hraunsins á daginn, en í nátthagann um nætur. Austan við nátthagann fellur áin Svelgsá niðri í ófæru hamragili, en hún réði löndum milli jarðanna Svelsgsár og Hrísa allt fram á 18. öld. Selgatan, sem er fær hestum, mun vera einn af elstu vegum á landi hér og líklega eldri en Berserkjagatan austur frá Bjarnarhöfn. Svelgsársel efra. — Um það bil 500 metra frá Neðraseli,

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.