Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 70

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 70
68 BREIÐFIRÐINGUR upp með hraunbrúninni og norður af svonefndum Stóra- hvammi, eru fornar seltóftir. Selið er byggt að mestu leyti úr torfi. Húsaskipan er þannig: Ein tóft 5x3 m. — Sunnan við þessa tóft er önnur tóft 2.70x2 m. að stærð. Sami milli- veggur er undir báðum tóftunum og sérstakur inngangur hefur verið í hvora tóft. Skammt vestan við stærri tóftina, er ein tóft 2.60x2 m. að stærð. Lítið eitt sunnar er kvíatóft, byggð úr hraungrjóti, að lengd 10.40 m. og með venjulegri kvíabreidd. Aðrar kvíar eru 60—80 m. austur frá Selinu, 6x2 m. að stærð, einnig byggðar úr hraungrjóti. Báðar kví- arnar virðast vera frá sama tíma. Og báðar eru þær komnar að því að hverfa niður í jarðveginn. Nokkra athygli þar til þess að veita þeim eftirtekt, þó að um þær sé gengið. Annars virðast þessar kvíar vera frá svipuðum tíma sem eldri kví- arnar á neðra selinu. Seltóftirnar hér eru og allmikið form- legri en þær yngri á neðra selinu. En þetta getur að nokkru leyti stafað af því, að hér er jarðvegur moldar meiri og mýkri. Suður frá minni kvíunum er allstór fjárrétt, mjög gömul og fornleg, byggð úr hraungrjóti. Alllangur garður úr sama efni hefur verið byggður þar til aðhalds fjár við innrekstur. Allt er þetta svo fornlegt, að nokkra nákvæmni þarf við að hafa til að veita því eftirtekt. Um selstöður á Svelgsá segir jarðabók Á. M. svo: „Sel- staða hefur þar verið, en er um stundir aflögð“. Má af þessu ætla, að selstaða hafi haldizt hér fram undir lok 17. aldar. Til hins sama bendir útlit seltóftanna. Drápuhlíðarsel: — Austur frá Drápuhlíð er stórt fell, sem Seljafell heitir. Yestan við það fellur lækur úr Vatnsdals- vatni, sem Selá heitir. I skjólgóðum hvammi, þar sem Selá kemur niður úr þrengslunum, stóðu fornar selrústir, austan lækjarins. Nýlega settu vegagerðarmenn tjaldbúðir sínar niður á þessum stað, en við það umrót röskuðust selrúst- irnar svo, að þeirra sér nú þvínær engan stað. Er því ekki

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.