Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 72

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 72
70 BREIÐFIRÐINGUR Mostrarskegg hafi í upphafi tekið þetta ágæta selland fyrir sjálfan sig, því að það vantaði hann tilfinnanlega til þess að geta rekið rausnarbú á Hofstöðum. Eða hví skyldi hann ekki hafa þurft að hafa selland, eins og hinir landnáms- mennirnir í sveitinni, Björn Austræni og Auðunn Stoti? Síðan gat selland þetta hafa gengið til afkomenda hans að Helgafelli. En þetta er aðeins tilgáta, sem við engin sögu- leg rök hefur að styðjast. Selskarðssel í Arnarstaðalandi: Norðan við Vogaskeið er skarð, millum tveggja ása, sem Selskarð heitir. Þar eru mildar og allgreinilegar seltóftir. Þar nærri eru allmiklar fitjar sem sjór flæðir yfir um stórstreymi. Eru þær hið mesta kostaland fyrir búsmala. Selið er svo skammt frá Arnar- stöðum, að lítt er trúlegt, að það hafi verið notað þaðan, enda munu Arnarstaðir ekki hafa orðið sjálfstæð jörð snemma á öldum. Um það segir jarðb. A. M. svo: „Jörðin tíundast engum. Er eign kirkjunnar á Helgafelli, byggt af heimalandi staðarins og óskipt“. Liggur því næst að halda, að selið hafi verið notað annað hvort frá Hofstöðum eða Helgafelli. Einnig mætti hugsa sér, að bóndi á Grunna- sundsnesi hefði leigt þar selland. En hvernig sem þessu er varið, er víst, að í Selskarði hefur langa tíð sel verið starf- rækt. Helgusel: — Norðanvert við skarð milli tveggja ása, á landamerkjum Þingvalla og Dældarkots, (sem nú heitir Borgaland), er svonefnd Helgusel. Þar sást glöggt fyrir fornum rústum til skamms tíma. Fyrir nokkrum áratugum var vegur lagður gegn um skarðið, og röskuðust rústirnar nokkuð við það. Enn sér þó lítið eitt fyrir þeim. Ekki er unnt að vita, hvaðan sel þetta hefur verið notað. Lítið kosta- land er þar til og sízt fyrir búsmala. Lang líklegast er, að sel þetta hafi verið tilheyrandi bóndanum í Skorey, en þær liggja þar örskammt undan landi. I jarðabók A. M. segir

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.