Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 75

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR 73 serkjahraun: „Hagar heima í meðallagi, en góðir í fjalli, þar sem liggja saman við afrétt annarra manna. Selstaða í fjalli, nálægt þessum högum.“ Líklegt er, að selið hafi staðið norðarlega í svonefndum Múla eða þar í írennd. Að líkindum mætti finna seltóftirnar, ef eftir væri leitað, þó að hugsanlegt sé, að skriðuföll hafi afmáð þær. Hraunsháls: — Um selstöðu jarðarinnar greinir svo í jarðabók A. M.: „Selstöðu má þar brúka með heimajörð- inni. Bjarnarhöfn: — Landnáma skýrir frá því, að Björn Aust- ræni hafði selför upp til Selja. Eftir að það selland var gert að tveimur sjálfstæðum bújörðum, hefur Bjarnarhöfn vafa- laust orðið að taka sér nýtt selland. Hvar það hefur verið, verður síðar ljóst. Engin örnefni munu þó þekkjast, sem vísa þar leið. Að vísu þekkist örugglega selstaða í landi Bjarnarhafnar, en hún tilheyrði annarri jörð, og verður þess getið síðar. Um selstöðu í Bjarnarhöfn greinir jarðab. A. M. þannig frá: „Selstaða erfið með högum“. — Fjórar hjáleigur fylgdu Bjarnarhöfn. Þrjár af þeim stóðu á Bjarn- arhafnartúni, og hafði hver þeirra úrskipt tún. Um selstöðu hverrar hjáleigu fyrir sig segir jarðabók Á. M. svo: „Sel- staða með heimajörðinni“. — Enn vantar skýringu á því, hvar þessi selstaða var. Hana er að finna í sambandi við fjórðu hjáleiguna hér á eftir. Líklegt er, að selstaða í Bjarn- arhöfn hafi haldizt út alla 17. öld. Ámýrar: — Þetta er fjórðahjáleigan frá Bjarnarhöfn. Um selstöðu þar segir jarðabók A. M. þannig frá: „Hagar í selstöðu heimajarðarinnar, þar sem hjáleigan stendur.“ Hingað hefur selið verið flutt, er það var lagt niður á Selj- um. Hér var ágætt selland, því að bjargfugl verpir í fjallinu þar upp af, og nýtur gróðurinn góðs af því. En selflutningur hefur verið langur og vondur til Bjarnarhafnar, eða um IV2 tíma lestagangur hvora leið.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.