Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 76

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 76
74 BREIÐFIRÐINGUR Akureyjarsel: — Vestan til á Bjarnarhafnarhlíð eru stórir grasivaxnir hólar, sem Selhólar heita. Þeir standa nær því á sjávarbakka. A vallendisgrund milli hólanna, á skjól- góðum stað, eru miklar og allgreinilegar seltóftir. Selið tilheyrði Akureyjum í Helgafellssveit, en þær liggja hér örskammt undan landi. Jarðabók A. M getur selsins á þessa leið: „Jörðin á selstöðu í Bjarnarhafnarlandi, 12 kúgilda beit.“ Hraunsfjarðarsel:— Landnáma skýrir frá því, að Auðunn Stoti, son Vals ens Sterka, nam Hraunsfjörð allann fyrir ofan hraun, á milli Svínavatns og Tröllaháls. Hann bjó í Hrauns- firði. Bærinn stendui* vestanvert í Bæjardal. Þegar suður úr dalnum kemur, blasir við sjónum stór, fagur og gróðursæll dalur, sem Seljadalur heitir. I dalnum er stórt fiskivatn, Hraunsfjarðarvatn. A dalnum eru allmikil engjalönd, og var hey þaðan annálað fyrir gæði. Á Seljadal var selstaða Hraunsfjarðar og ef til vill fleiri bæja alla tíð meðan í seli var baft. Kunnugir menn segja, að hér sjáist glögglega fyrir seltóftum. Og væri ástæða til að rannsaka það nánar. Engin fjarstæða er að hugsa sér, að fyrsta húsfreyjan í Hraunsfirði, Mýrún Naddaðardóttir, hafi komið hér upp í selið öðru hvoru til eftirlits með selstörfum. Sennilegt er, að hún hafi verið hér selráðskona um skeið og hafi hún þá skemmt sér á milli við silungsveiðar í vatninu. Konurn- ar létu sig jafnan miklu skipta selstörfin. Þær vissu allra manna bezt, hve mikla matbjörg selin færðu í búið. Það var líka óinaksins vert fyrir þessa konu, sem átti svo þröng- an sjóndeildarhring heima við bæinn sinn, að bregða sér upp á fjallið stöku sinnum, þangað sem Breiðifjörður blasti við í tign sinni og fegurð, hvort sem hann var litinn í skini hnígandi sólar, þegar logn var um láð og lög, eða þegar æstar haföldum geystust fram og holskelfur brotnuðu á eyj- um og skerjum. Allt þetta gat lyft huga hennar í hærra

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.