Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 30
290
EINAR KÁRASON
SKÍRNIR
um ferska sýn, eins og sú ályktun Helga bónda Haraldssonar á
Hrafnkelsstöðum að telja útilokað annað en að þrautþjálfaður rit-
snillingur hafi getað skrifað slíkt verk sem Njálu. En ýmsir áhrifa-
miklir íslenskir sérfræðingar í fornsagnafræðum virðast hafa hallast
að því að það hafi verið sjálf þjóðin sem hafi smám saman náð slíkri
leikni í sagnaritun að frá henni hafi farið að streyma snilldarverk.
Þannig hafa virtir fræðimenn reynt að aldursgreina Islendingasögur
eftir því hversu vel þær séu saman settar; úrskurðað viðvaningslega
skrifaðar sögur vera elstar, en að þær hafi svo smám saman orðið
betri uns þær tóku að úrættast á ný og þjóðin glataði hæfileika
sínum. En út frá slíkri sviðsmynd getur auðvitað næstum hver sem
er hafa sest niður og samið bók eins og Njálu, og hafa virtir og há-
menntaðir vísindamenn fundið upp á því að benda á nafngreinda
menn sem hugsanlega höfunda meistaraverksins, og þá eingöngu
vegna þess að þeir voru uppi á ritunartímanum og líklegir til að hafa
menntun sem skýrði kunnáttu á efninu auk staðþekkingar. En að
öðru leyti menn sem ekki er vitað til að hafi skrifað neitt annað um
ævina, t.d. Þorvarður Þórarinsson Svínfellingur eða Árni Þorláks-
son biskup, skv. Hermanni Pálssyni (1984ý, og nú nýverið prestur-
inn Grímur Hólmsteinsson af ætt Oddaverja í annars stórfróðlegri
meistaraprófsritgerð Halldísar Ármannsdóttur (2012).
Ut frá þeirri hugmynd að sjálf þjóðin hafi smám saman ræktað
með sér rithæfileikana verður leit að höfundi auðvitað harla mark-
laus, og því ekki að undra að virtir fræðimenn sumir hafi hent
gaman að slíkri þarfleysu. En þó segir Sigurður Nordal á einum
stað: „Ymsir menn hafa ímugust á því að talað sé um höfunda Is-
lendinga sagna, og einkum þó, ef reynt er að nafngreina þá. Og samt
er það jafnframt meginþáttur í rannsókn hverrar sögu, að komast
sem næst höfundinum, hvar og hvenær hann hafi samið verk sitt,
hvert hafi verið umhverfi hans, áhugamál, hæfileikar, einkenni og
smekkvísi" (Sigurður Nordal 1938).
Ég held að reynsla þeirra, sem nálgast svona spurningu frá bók-
menntalegu sjónarmiði, kenni að það séu einstaklingar en ekki
þjóðir sem semji verk á borð við íslendingasögur. Þannig sat fær-
eyskur maður í Þórshöfn nokkra áratugi á liðinni öld og skrifaði
snilldarverk með reglulegu millibili, án þess að vitað sé til þess að