Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 51
SKÍRNIR
BROTHÆTTLÝÐRÆÐI
311
flokksmann sinn — Sigurð Einarsson — þvert á álit dómnefndar
guðfræðideildar sem einróma hafði komist að þeirri niðurstöðu að
Björn Magnússon hefði sýnt mikla yfirburði fram yfir aðra um-
sækjendur „að vísindalegri efnismeðferð, þekkingu og framsetn-
ingu“. Háskólaráð taldi þá að ráðherrann hefði tvívegis vegið
gróflega að sjálfstæði Háskólans og andlegu frelsi í landinu og
þannig skipað sér á bekk með helstu einræðisherrum álfunnar: fas-
istum á Italíu, nasistum í Þýskalandi og bolsévikum í Rússlandi
(Guðmundur Hálfdanarson 2011: 151-152).
Haraldur Guðmundsson varði gjörðir sínar með því að ráðherra-
valdið væri „í samræmi við þá meginreglu allra lýðfrjálsra ríkja, að
þjóðfélagið áskilur sér æðsta vald yfir opinberum stofnunum sínum,
sem með ærnum tilkostnaði er haldið uppi af almannafé og með al-
mannahag fyrir augum. Benti ráðherrann ennfremur á að honum
sýndust ýmis dæmi benda til þess að Háskólinn hefði beitt óþol-
andi hlutdrægni í ráðningum, og því væri stofnuninni einfaldlega
ekki treystandi til að ráða sínum málum í þessum efnum.“* * * * * * 7
I kjölfar þessara deilna voru settar reglur árið 1941 um skipan
allra fastra kennara við Háskólann, dósenta og prófessora. (Laus-
ráðnir stundakennarar voru þá nefndir „lektorar"). Fimm manna
dómnefnd, skipuð fulltrúum menntamálaráðherra, háskólaráðs og
viðkomandi háskóladeildar, skyldi meta verk umsækjenda og skrifa
rökstudda greinargerð á þeim grundvelli. Ráðherra var óheimilt að
veita nokkrum „fast kennaraembætti við skólann, nema meiri hluti
nefndarinnar hafi látið það álit í Ijósi, að hann sé hæfur til þess“.
Guðmundsson áður en skipað var í prófessorsstöðuna í lögfræði þar sem ráðherr-
ann viðurkennir „að sér og (ríkis)stjórninni væri mjög ógeðfellt að veita svona
áberandi andstæðingi embætti eins og þetta, sem gæfi svo góðan tíma og tækifæri
til pólitískrar starfsemi." (103). Gunnar var á þessum tíma (árið 1936) orðinn
þingmaður sem þá var ekki fullt starf. Hann hefði því áfram gegnt þingmennsku
fyrir flokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn, sem var í stjórnarandstöðu, meðfram pró-
fessorsstöðunni.
7 Guðmundur Hálfdanarson 2011: 149. Hann telur að málflutningur ráðherrans
hafi átt við rök að styðjast: „Staðreyndin var nefnilega sú að þær aðferðir sem Há-
skólinn hafði komið sér upp við mannaráðningar voru alls ekki traustvekjandi,
því að þeir sem fengu æðstu kennaraembætti við skólann voru gjarnan kornungir,
með tiltölulega litla menntun umfram embættispróf frá Háskóla íslands og enga
reynslu af kennslu eða rannsóknum" (Guðmundur Hálfdanarson 2011: 152).