Skírnir - 01.09.2012, Page 158
418
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
SKÍRNIR
„Nei,“ segir hin, „því þetta þýðir bara eitt. Ég verð að liggja með lappirnar
útglenntar í þrjá daga.“ Þá segir hin: „Áttu engan blómavasa?"22
Eins og sjá má byggist brandarinn á þeirri staðalmynd að hjúkr-
unarfræðingarnir tveir séu konur. I raun gengur brandarinn upp svo
lengi sem það er ljóst að persónurnar eru kvenkyns og vitgrannar en
það má velta því fyrir sér hvort brandarinn afhjúpi þá hugmynd
fólks að hjúkkur séu heimskar. Brandarinn gæti svo sem verið um
tvær ljóskur, jafnvel tvær afgreiðslustúlkur eða hórur á spjalli (eigin-
manninum yrði þá væntanlega skipt út fyrir viðskiptavin) en hann
myndi ábyggilega ekki ganga jafn vel upp ef hann fjallaði um tvo
lækna á vakt, lögfræðinga eða smiði. Við þær aðstæður skyti það
skökku við ef viðkomandi væri bæði vitlaus og með píku.
2.3 Ljóskubrandarar
Ef gagnagrunnurinn er notaður til að skera úr um hver sé algengasta
birtingarmynd kvenna í bröndurum er ljóskan óumdeildur sigur-
vegari. Elún sker sig frá stöðluðu „konunni" (eiginkonunni, kær-
ustunni) að því leytinu að hún er einhleyp, kynþokkafull, fattlaus,
auðtrúa og (þar af leiðandi) mun tilkippilegri til kynlífsathafna með
karlmönnum en kynkaldar kynsystur hennar:
Rauðkan stóð á brúninni á bryggjunni snöktandi og var ákveðin í að kasta
sér í sjóinn, þetta væri nú allt ónýtt og ömurlegt og allir hefðu nú farið svo
illa með hana. Enginn ætti eftir að sakna hennar. Kemur þá ekki einhver
sjarmerandi karl og spyr hana hvað sé að og hún svarar því og þá segir karl-
inn að þetta sé nú leitt að heyra og hvort að hún vilji ekki bara koma með
sér á sjóinn til að sigla til Ameríku og hann geti bara smyglað henni með í
káetunni sinni gegn smáblíðu. Rauðkunni hugnast þetta nú betur en að
kasta sér í sjóinn og ákveður að slá til og fara þau nú saman um borð. Svo
hefst sjóferðin og eftir smátíma fer karlinn að fara reglulega á hana þarna í
káetunni og hún lætur sér það líka því hún er nú á leiðinni til betra lífs. Svo
eftir allmarga daga, sennilega nokkrar vikur, fer skipstjórann að gruna að
ekki sé allt með felldu í káetunni hjá þessum ágæta manni og fer niður til
að athuga málið og hittir þá rauðku og hún segir honum alla söguna og
22 Heimildarmaður er 43 ára kvenmaður. Safnað á heimili hennar, 12. mars 2005.