Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 94
354
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
hvor á sinn hátt of mikið til tilfinninga og ástríðna mannsins. Það
væri aðal göfugrar listar að höfða til „hinnar hlutlausu fullnægju“ og
til skilnings áhorfandans, en ekki espa upp tilfinningar hans. Þessi
afstaða Winckelmanns hafði haft mótandi áhrif á Goethe, sem sá
hvorki miðaldalistina í Feneyjum né mósaíkina í Monreale fyrir
utan Palermo í Italíuferð sinni þó hann ætti þar leið um. Og barokk-
listin í Róm, sem var í raun andsvar Jesúítareglunnar við uppreisn
Lúters gegn kirkjuvaldinu, var eitur í beinum þessara lúterstrúar-
manna,10 og eimir jafnvel enn af því meðal lúterskra á okkar dögum.
Sjávarsýn við Miðjarðarhafið
Eftir tveggja mánaða dvöl í Vínarborg hélt Tómas suður á bóginn
yfir Alpana og segir svo frá ferðinni í bréfi til föður síns dagsettu í
Róm 25. mars 1833:
Eftir 10 daga reisu yfir fagurt fjallland hér um [bil] 75 mílur gegnum Neðra
Austurríki, Steiermark og Krain, kom ég til Triest, er liggur við adríatíska
fjarðarbotninn austanverðan. — Þar sá ég eftir langa bið sjóinn aftur; hér er
Þýzkaland á enda og þýzka málið úti eins og þýzka náttúran; skógarnir og
kornakrarnir eru að mestu horfnir, og naktir klettar komnir í staðinn, —
víngarðar nógir og olíutré, — asnar og múlasnar í staðinn fyrir fé, kýr og
hesta. Hér er mikil höndlun og fallegur staður; hér koma meðal annars skip
frá Reykjavík að selja saltfisk og kaupa kræsingar. Eftir 3 daga fór ég héðan
vestur yfir fjarðarbotninn 16 mílur til Venedig (Feneyja), sem er einhver
undarlegasti staður í heimi, bygður af mönnum mitt upp úr sjónum, meir
en mílu frá landi. Hann hafði einu sinni næstum alt Miðjarðarhafið í sinni
hendi og ber enn nú stór merki sinnar fyrri praktar við hliðina á nærverandi
eymd. (TS 1907: 120)
Tómas staldraði við fimm daga í Feneyjum og segir hvergi frekar
frá þeirri dvöl, en þegar hann í fyrrnefndu sendibréfi til föður síns
lýsir framhaldi ferðarinnar og reynir að draga upp mynd af Italíu í
fáum orðum, lítur hún svona út:
10 Winckelmann tók reyndar kaþólska trú, en trúlega var það ekki síst til þess að
auðvelda honum starfsframa hjá páfanum í Róm þar sem hann varð æðsti ráðgjafi
um fornleifafræði og list fornaldarinnar.