Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ...
443
lega“ og hversu mikið „lauslega" og á hvaða tímabil bókmennta-
sögunnar skyldi leggja megináherslu:
Nemendur skulu í hverjum bekk lesa vandlega valda kafla úr bókmenntum
íslendinga fornum og nýjum, að minnsta kosti 300 bls. í 9 bl. broti alls, og
skal þá sjerstaklega gefa gaum að efni þess og málinu á því, sem lesið er
(orðfæri, orðskýring, saga málsins o.s.frv.).
Auk þess skal fara lauslega yfir langa kafla, eða heil rit (sögu, kvæði
o.s.frv.) í bundnu máli og óbundnu, að minnsta kosti 1000 bls. alls, og skal
sjerstaklega vekja athygli nemendanna á efni þess, sem lesið er, og meðferð
höfundanna á því.
I þessu sambandi skal kenna ágrip af bókmenntasögu íslands frá elztu
tímum.
Nemendur skulu læra ágrip af norrænni goðafræði og helztu atriði í
bragfræði að fornu og nýju. („Auglýsing um reglugjörð til bráðabirgða
fyrir lærdómsdeild hins almenna menntaskóla í Reykjavík" 1908: 14)
Með prófreglugerð fyrir lærdómsdeildina frá 1910 urðu íslenskar
bókmenntir og bókmenntasaga um síðir að fullgildu skyldunáms-
efni. Auk þess sem nemendum var að venju gert að skrifa ritgerð á
burtfararprófi skyldu þeir héðan í frá spurðir á munnlegu prófi út
úr bókmenntum Islendinga fornum eða nýjum. Þeir skyldu „lesa
upp valinn kafla, gjöra grein fyrir efni hans og orðfæri, og svara
uppá spurningar lútandi að norrænni og íslenzkri málfræði, goða-
fræði, bragfræði og öðru því, er kaflinn gefur ástæðu til að spyrja
um“. Jafnframt skyldu þeir svara spurningum „úr sögu íslenzkra
bókmenta" („Auglýsing um prófreglugjörð fyrir lærdómsdeild hins
almenna mentaskóla í Reykjavík" 1910: 10-12).
Ljóst er að prófafyrirkomulag við Reykjavíkurskóla breyttist
mun hægar en í ’nágrannalöndum okkar og má taka það sem
vísbendingu um íhaldssemi skólans í kennsluháttum. í því sambandi
má geta þess að innlend bókmenntasaga varð munnlegt prófsefni í
dönskum latínuskólum árið 1882 og í norskum skólum árið 1884.
Þær breytingar og samfara þeim aukin útgáfa kennslubóka í bók-
menntasögu urðu til að styrkja mjög stöðu bókmenntakennslu í
þarlendu skólakerfi (sbr. Conrad 2001: 407; Steinfeld 2001: 452).
Við fyrsta íslenska gagnfræðaskólann, að Möðruvöllum í Eyja-
firði, var einnig prófað úr íslenskum bókmenntum allt frá upphafi