Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
BROTHÆTT LÝÐRÆÐI
329
Hauksson fréttamaður, Auðun Georg Ólafsson markaðs- og sölu-
stjóri, Björn Þorláksson fréttamaður, Friðrik Páll Jónsson starfandi
fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Hjördís Finnbogadóttir fréttamaður,
Jóhann Hauksson dagskrárstjóri Rásar 2 á Utvarpinu, Kristín Þor-
steinsdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður,
Óðinn Jónsson fréttamaður, Pálmi Jónasson fréttamaður og Þór-
hallur Jósepsson fréttamaður.
Utvarpsráð fjallaði um ráðninguna á tveimur fundum, fyrst 15.
febrúar 2005: „Til að leggja mat á umsækjendur fengu þau Bogi
Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guð-
björg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S.
Davíðsdóttur frá ráðningarfyrirtækinu Mannafli-Liðsauki til liðs við
sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu
var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að
þeir umsækjendur sem helst kæmu til greina væru: Arnar Pál Hauks-
son, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson
og Óðinn Jónsson" (Kjartan Eggertsson 2005:24). Á fundi útvarps-
ráðs 8. mars ákváðu fjórir fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarps-
ráði að mæla með Auðuni Georg í starfið en þrír fulltrúar
stjórnarandstöðuflokkanna tóku ekki afstöðu enda að þeirra mati
ljóst að hann hlyti starfið. Sem fyrr var Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson úr Sjálfstæðisflokki formaður ráðsins en framsóknarmaður,
Pétur Gunnarsson, skipaði stól varaformanns. Utvarpsstjóri, Markús
Örn Antonsson, réð síðan Auðun Georg sem fréttastjóra Útvarpsins.
Hér höfðu orðið nokkur þáttaskil — jafnvel svo mikil að leið-
arahöfundi Morgunblaðsins ofbauð:
Það er auðvitað fullkomin tímaskekkja að stjórnmálaflokkar — í þessu til-
viki Framsóknarflokkurinn með tilstyrk samstarfsflokks síns í ríkisstjórn,
Sjálfstæðisflokksins — telji sig eiga ráðstöfunarrétt á stjórnunarstöðu á
fjölmiðli eins og Fréttastofu Utvarps sem á allt sitt undir faglegum vinnu-
brögðum, hlutlægni og trúverðugleika. („Utvarpsráð með sjálfseyðingar-
hvöt“ 2005)
Á fjölmennum fundi starfsmanna Ríkisútvarpsins var samþykkt
eftirfarandi tillaga með 178 atkvæðum (93,3%), 12 sögðu nei en einn
sat hjá: