Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 125
SKÍRNIR
UPPREISN FJOLDANS
385
hugmynd eða hugsjón sem ein og sér útilokar meirihlutann. Til þess
að búa til minnihluta, hver sem hann kann að vera, er nauðsynlegt
að fyrst aðgreini hver og einn sig frá fjöldanum af sérstökum ástæð-
um, tiltölulega einstaklingsbundnum. Samsömun hans við hina
meðlimi minnihlutans lendir því í öðru sæti, kemur á eftir, þegar
hver og einn hefur gert sig einstakan, og er því að drjúgum hluta
samsömun þeirra sem samsama sig ekki. Til eru tilvik þar sem þetta
aðgreinandi eðli hópsins blasir við með berum augum: Ensku hóp-
arnir sem kalla sig „ekki-þjóðkirkjumenn“, það er að segja hópun
þeirra sem eiga það eitt sameiginlegt að samsama sig ekki með tak-
markalausum skara. Þessi eiginleiki samansöfnunar þeirra fáu, bein-
línis í því skyni að aðgreina sig frá hinum fleiri, er alltaf í spilinu
þegar minnihluti verður til. Mallarmé komst hnyttilega að orði
þegar hann talaði um minnkandi hlustendahóp fágaðrar tónlistar og
sagði að sá hlustendahópur hnykkti með nærveru fámennisins á
fjarveru fjöldans.
Strangt til tekið má skilgreina fjöldann sem sálfræðilega stað-
reynd, án þess að þurfa að bíða þess að einstaklingar safnist upp í
ofgnótt. Frammi fyrir einni stakri manneskju er hægt að skera úr
um hvort hún er fjöldi eða ekki. Fjöldi er hver sá sem ekki vegur sig
og metur — að góðu eða illu — af sérstökum ástæðum heldur upp-
lifir sig „eins og alla aðra“, og örvæntir þó ekki, heldur þykir þekk-
ing í því fólgin að upplifa sig nákvæmlega eins og alla aðra. Imyndið
ykkur auðmjúkan mann sem reynir að meta sig eftir sérstökum
mælikvörðum - spyr sig hvort hann hafi hæfileika af einu eða öðru
tagi, skari fram úr á einhverju sviði — og kemst að raun um að hann
hefur enga óvenjulega eiginleika. Þessi maður mun upplifa sig sem
meðalmenni, hversdagslegan, illa gefinn; en hann mun ekki upplifa
sig sem „fjölda“.
Þegar talað er um „útvalinn minnihluta“ er ótuktarlegur skiln-
ingur vanalegast látinn afskræma orðin og látið sem ekki sé vitað að
útvalinn maður er ekki sá sjálfumglaði sem telur sig öðrum æðri
heldur sá sem gerir meiri kröfur, enda þótt honum takist ekki að
fullna í persónu sinni þær æðri væntingar. Og óvefengjanlega er rót-
tækasta skipting sem hægt er að gera á mannkyninu þessi, í tvær
tegundir mannvera: Þær sem vænta mikils og hlaða á sig erfiðleikum