Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 31
SKÍRNIR NJÁLSSAGA OG ÍSLENDINGASAGA ... 291
færeyska þjóðin hafi komið sér upp neinum sérstökum hæfileika í
þá veru umfram aðra, eða það sem áður var eða síðar. Og raunar
harla líklegt að hér og þar um eyjarnar hafi óinnblásnir viðvaningar
verið að fikta við að skrifa ritaðan texta á sömu augnablikum og
hann samdi sögur sínar, Vonin blíb eða Slagur vindhörpunnar.
Þeirri gullöld lauk svo með því að William Heinesen varð gamall
og dó loks, og af engri annarri ástæðu.
Þannig að á meðan sumir sérfræðingar, sér í lagi um og fyrir
liðna öld, höfðu komið sér upp kenningu sem var þess eðlis að sam-
kvæmt henni gat hver sem er hafa skrifað yfirgripsmikil bók-
menntaleg stórvirki, bara ef hann var íslenskur og uppi á réttum
tíma (og læs að auki eða a.m.k. skrifandi) þá gerði Helgi á Hrafn-
kelsstöðum svohljóðandi athugasemd: „Hvernig má það vera að
engum skuli detta í hug að mesti snillingurinn og mesta listaverkið
eigi saman? Trúa menn því betur að forsjónin hafi sýnt þessari litlu
þjóð það ótrúlega örlæti að hún hafi á sömu áratugum átt tvo snill-
inga jafnsnjalla, Snorra og höfund Njálu?“ (Helgi Haraldsson 1971:
12).
Helga yfirsést að hans góða argúment hlýtur líka að beina
sjónum okkar að Sturlu Þórðarsyni, bróðursyni og lærlingi Snorra,
hinu stórskáldi aldarinnar. Manninum sem dró upp mannlýsingar á
borð við Gissur Þorvaldsson, Sighvat Sturluson og Steinvöru á
Keldum, að ekki sé minnst á sjálfan Snorra; skrifaði samtöl eins og
hina frægu „eljaraglettu“ Sighvats og Sturlu sonar hans, og samdi
hinar stórbrotnu lýsingar á slíkum atburðum sem Orlygsstaðabar-
daga og Flugumýrarbrennu, með hófstilltum meistaratökum hins
þrautþjálfaða rithöfundar, yfirsýn og sjónarhornsbreytingum sem
bara afburðamenn heimsbókmenntasögunnar hafa kunnað. Og
auðvitað bendir athugasemd Helga að því leyti enn frekar til Sturlu
að hann lifði til 1284 en Snorri dó 1241, en fullljóst þykir að Njála
var ekki samin fyrr en um eða skömmu fyrir 1280.
Það er reyndar gaman að fylgjast með röksemdafærslum Helga
um þessi mál, en hann mun hafa verið einn af þeim gömlu og góðu
Islendingum sem taldir voru kunna Njálu og fleiri fornrit utan-
bókar. Hann gerir sér smám saman ljóst, er hann skoðar málin
betur, að Sturla sé líklegur til að hafa átt hlut að máli við samningu