Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
355
... steig [ég] nú á Vallands fastaland, sem undir eins er það fegursta land í
Norðurálfunni og það er það merkilegasta í veraldarsögunni; þar er og alt
það, er mennirnir hafa fallegt gert, sameinað. Málið: vallenzkan eða ítali-
enskan er hið fegursta mál, sem talað er — og trauðlega eru nokkurstaðar
mennirnir fallegri [...] 111 stjórn hefur ... gert þetta lukkulega land í margar
aldir ólukkulegt. (TS 1907: 120-121)
Tómas segist fyrst hafa komið til Páfaríkisins í Ferrara, „og vildi
[ég] ekki eiga að kaupa af karlinum syndafyrirgefningu núna, því
hann tekur hér um bil 60 sk fyrir að skoða passann minn“ (TS 1907:
121). Síðan liggur leið hans um Bologna og Flórens, þar sem hann
dvaldi í viku, en síðan tók ferðalagið frá Flórens til Rómar fimm
daga. I bréfi til föður síns frá Róm, 25. mars 1833, dregur hann í
fáum orðum upp eftirfarandi mynd af Italíuskaganum:
Valland er yfir höfuð mjótt land, eftir hvers miðju gengur hár fjallahryggur,
Appennini, er myndar dali á báðar hliðar, þar til kemur niður til sjávar.
Víðast er hér skóglaust og líkist því meira brekkunum á Þórsmörk (ef burt
eru tekin öll flögin og sandarnir) en nokkru öðru landi, er ég hefi séð; hér
vex einir og lyng og smáhríslur eins og þar, en fram yfir Þórsmörk hefir
þetta land hinn bezta vínvið, lárvið, pálmavið og hinar fegurstu jurtir, sem
skapaðar eru! Hér eru nógir fuglar og fiskar; stærri trén eru mest eikartré,
kornið bankabygg, og mikið af sauðum uppi í fjöllunum. I einum af þessum
fögru dölum liggur Róm með sjónum fyrir sunnan, en fjöllum mátulega
háum á allar hinar síðurnar; í miðjum dalnum rennur Tíberfljótið og í
gegnum bæinn og tekur á móti ótölulegum lækjum frá báðum síðum. Hér
kemur aldrei vetur, sjaldan ský á himinn eða vindur; kýrnar koma því árið
um kring ekki inn í hús. (TS 1907: 121-122)
Þórsmörk, svæðið sem hér verður eins og bakgrunnur myndarinnar
af Italíu, er landsvæði sem telja verður óbyggilegt, þótt þar hafi
reyndar verið reist þrjú býli á landnámsöld samkvæmt Landnámu,
sem fljótt lögðust í eyði vegna vetrarhörku og sambandsleysis við
umheiminn. Þetta fjalllendi með sínum bröttu líparítskriðum og
hrikalegu giljum, þar sem finna má lágvaxið birkikjarr og heitar
laugar til að ylja sér við, er bakgrunnur myndarinnar sem Tómas
dregur upp af Italíu. Það þarf talsvert ímyndunarafl til að sjá sam-
hengið á milli „il bel paese“ og Þórsmerkur, en skýringin kann að