Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
ÍSLENSK MÁLHUGMYNDAFRÆÐI ...
475
sem á kvöldi hverju snúast í dansi með mönnum, er beitt hafa land vort of-
beldi [...] eða þjóta með ástleitnum dátum út um hvippinn og hvappinn til
lostabragða. (Gunnar Gunnarsson 1940: 149)
Fleiri létu í ljósi svipaðar áhyggjur af íslensku máli og menningu
1940-1941 vegna hernámsins sérstaklega — að hluta til með áþekk-
um áherslum og hafa komið fram í ýmsum dæmum hér á undan,
m.a. Stefán Jónsson:
fyrir komu þeirra [þ.e. setuliðsins] hingað, er nú án afláts herjað á íslenzka
lifnaðarhætti, íslenzka menningu og íslenzka tungu af erlendum áhrifum
[...] Þeir eru alltof margir, er telja sér það stóran heiður, að hafa sem mest
samneyti við hermennina, bjóða þeim inn á heimili sín, babla við þá ensku
og fyllast metnaði af því einu að geta sagt „yes“ [...] á íslenzkum heimilum
á að tala íslenzku og ekkert nema íslenzku. Það er sérstaklega áríðandi ein-
mitt nú. (Stefán Jónsson 1941: 137-139)
Hér leggur Stefán m.a. áherslu á að helga íslenska málsvæðinu
ákveðið einkarými eða griðastað, þ.e. inni á íslenskum heimilum.
Sambærilega ósk um einhvers konar áþreifanlegan þröskuld í rúmi,
sem enskan fái ekki að stíga yfir, er að finna t.d. hjá Ársæli Sig-
urðssyni kennara (1941: 70) sem segir: „... áhrif erlends heimsmáls
flæða nú yfir héruð, þar sem íslenzk tunga á að ráða ríkjum.“
Varað var við hvers kyns áhrifum frá máli útlendinganna. Olafur
Jóhann Sigurðsson brýndi íslenska málhreinsun fyrir ungu fólki:
í stað þess að láta íslenzkuna gruggast og afbakast, á æskulýðurinn að skarta
daglega skírasta málmi tungunnar og bera kinnroða fyrir hvert kringilyrði
af erlendum toga spunnið. (Ólafur Jóhann Sigurðsson 1941: 181)
Eflaust voru margir foreldrar og kennarar sammála þessu. Ekki er
síst áhugavert í þessu sambandi hvernig sjónarmiðið endurómar í
áhrif á íslandi hafði ítrekað komið fram opinberlega á fjórða áratugnum, sjá t.d.
Halldór Guðmundsson 2006: 276, 287,297, 351. Ekki þurfti að koma á óvart að
Gunnar lenti á svörtum lista setuliðsins um þá sem kynnu að aðstoða Þjóðverja.
„Samskipti Gunnars við þýska valdhafa og forráðamenn í nasistaflokknum á ár-
unum 1933-40 taka af allan vafa um það að Gunnar studdi málstað Þjóðverja og
Þriðja ríkisins“ (Jón Yngvi Jóhannsson 2011: 330), sbr. einnig t.d. Halldór
Guðmundsson 2006: 289, 293, 301.