Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 109
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
369
svo sem í viku, og ekki ætla ég margt merkilegt í neinum þeirra, sem
ég ekki hefi séð“ (Jón Helgason 1941: 96-97).
I París virðist ferðasjóður Tómasar hafa verið upp urinn, en
hann segir í bréfi til föður síns, sem hann skrifaði í Kaupmannahöfn
4. júní 1834, að ,,[e]inn af vinum mínum hefir þar brúkað yðar
góðsemi, eftir hann sjálfur var búinn að reita sig inn að skyrtunni,
svo ég ei skyldi deyja úr hungri og skuldheimtararnir ei framar létu
honum svefnró. Dönsku stjórninni hefir nefnilega farist ver við hinn
eina Islending, sem vogaði sér út í veröldina, en trúlegt sýndist, og
ég gat ímyndað mér, svo ég hefi ei af henni fengið einn skilding til
ferðarinnar ..." (TS 1907: 126-127).
Tómas kennir fjárskorti og illum aðbúnaði í París um veikindi sín
sem urðu til þess að hann varð að leggjast inn á sjúkrahús í lok
febrúar 1834 og dvaldi þar þjáður af lungnabólgu og/eða berklum
með þrálátum blóðspýtingi fram til 3. maí. Tómas lét veikindi og
fjárskort ekki aftra þeim staðfasta vilja að fara til Lundúna áður en
hann sneri til Kaupmannahafnar. Hann fer frá París í byrjun maí til
Lundúna, á greinilega stutta viðdvöl, og siglir þaðan til Hamborgar
og frá Hamborg kemur hann til Kaupmannahafnar þann 16. maí,
og vantaði þá þrjár vikur á að ferðin sem hófst 7. júní 1832 hefði
staðið í tvö ár. I Kaupmannahöfn verða fagnaðarfundir Tómasar og
vina hans sem eru þá þegar farnir að undirbúa útgáfu Fjölnis. Um leið
og hann vinnur að undirbúningi útgáfu að tímaritinu sækir hann
um prestsembætti sem hafði losnað á Breiðabólstað, skammt frá
æskuslóðum hans í Rangárþingi. Hann fær embættið og því var ferð
hans ekki lokið: hann stefndi markvisst heim til Islands og norður
í Aðaldal til að hitta Sigríði heitkonu sína. Tómas hafði misst af
„vorskipunum" sem sigldu til Islands, en hann frétti að Frederik
Carl Christian krónprins (síðar Friðrik VII konungur) væri á Is-
landi og að „corvettan" Najaden ætti að sækja prinsinn í ágúst-
mánuði. Fékk Tómas ókeypis far með skipinu, sem hreppti afar
slæmt veður á leiðinni, og tók siglingin til Islands réttar þrjár vikur,
en til Islands komst Tómas 31. ágúst 1834. Er þessari siglingu lýst
með eftirminnilegum hætti í fyrsta árgangi Fjölnis 1835.
Sú Reykjavík sem mætti heimsborgaranum Tómasi Sæmunds-
syni í sumarlok 1834 minnti í litlu eða engu á þá fjölmörgu staði