Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 114
374
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
Það var lesendum Tómasar framandleg hugsun að atvinna væri ekki
árstíðabundin og að hana mætti stunda í húsaskjóli árið um kring.
Þessari lýsingu á menningarumgjörð stórborganna fylgja síðan ná-
kvæmar lýsingar á þeim margvíslegu og framandlegu stofnunum er
fylgja stórborgarmenningunni: listasöfnum, fornminja- og náttúru-
gripasöfnum, bókasöfnum, leikhúsum og háskólum, sem og þeim
margvíslegu starfsstéttum er tilheyra hinum ólíku geirum borgar-
menningarinnar. Öll ber lýsingin merki þess að hún er rituð fyrir
þjóð sem vart þekkti tvílyft hús, vegi, holræsi eða menningarstofn-
anir sem fylgja borgarmenningunni, hafði aldrei hlýtt á tónleika eða
séð leiksýningu eða listasafn.
Sjálfur gerir Tómas þá játningu, að á ferðalagi sínu um heiminn
hafi hann uppgötvað margt sem hann hafði ekki haft getu eða hug-
myndaflug til að ímynda sér, fyrr en hann sá það með eigin augum,
einkum hvað varðar byggingarlist og myndlist:
Hef eg þar fyrir mér eigin reynslu, og hafði eg varla hugað að hinum
smíðandi snilldum, öllu þeirra ágæti, þeirra mikilvægu verkunum í ver-
aldarsögunni... og í mannligu lífi, hvað mikið þar um er talað í bókum, og
oft ómöguligt án þess að bera þar á skynbragð að skilja heil merkisrit eður
að taka þátt í samræðum siðaðra manna, fyrr en augu mín opnuðust [og] eg
sá hin fögru löndin hvar snilldin eiginliga á heima ásamt náttúrunnar in-
dæli og himinsins blíðu. (TS 1947: 338)
Tómas Sæmundsson og félagar hans í kringum tímaritið Fjölni
opnuðu Island fyrir nútímanum.
Heimildir
Berlin, Isaiha. 1999. The Roots of Romanticism: The A. W. Mellon Lectures in the
Fine Arts. Princeton, NJ: Princeton University Press.
Dillon, Arthur. 1840. A Winter in Iceland and Lappland. London: Henry Colburn.
Eggert Ásgeirsson. 2007. Tómas Sœmundsson og Sigríður Þórðardóttir. Reykjavík:
Eggert Ásgeirsson.
Gombrich, Ernst. 1989. Art and Illusion: A Study in the Psychology of Pictorial
Representation. Princeton, NJ: Princeton University Press.
Jón Helgason. 1941. Tómas Sœmundsson: Æfiferill hans og œfistarf. Reykjavík: ísa-
fold.