Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 163
SKÍRNIR AF HVERJU ERU KONUR MEÐ FÆTUR? 423
söng um seiglu, samheldni þjóðarinnar, bjartsýni til framtíðar,
nýjar vonir og jafnvel afneitun þeirra vandamála sem verið var að
fjalla um.28
í upphafi greinarinnar minntist ég á spéfuglinn David Brent sem
hætti í miðjum klíðum við að segja brandara sökum þess að svartur
samstarfsmaður hans (Oliver) bættist í hlustendahópinn. Þar kom
þó ekki fram að þegar sá síðarnefndi hefur grennslast fyrir um hvað
hafi verið á seyði spyr hann Brent hvort hann hafi verið að segja
brandarann um svertingjatippið. Brent stamar og veit greinilega
ekki hverju hann á að svara þar til Oliver segir: „Það er allt í lagi.
Hann er fyndinn." Brent andvarpar þá feginn og er augljóslega létt.
„Skaðlaust!“ segir hann síðan brosandi um misheppnaðan brand-
araflutning sinn og bendir því til staðfestingar á Oliver.29 Viðbrögð
hans við skoðun Olivers minna óhjákvæmilega á sjúklinginn í
lacaníska brandaranum frá Zizek um „Hina“. Brent hafði hætt við
að segja brandarann þegar hann sá Oliver, líkt og sjúklingurinn sem
hætti við að yfirgefa spítalann þegar hann sá kjúklinginn. Þeir
óttuðust báðir að ákveðinn hópur fyrir utan hið örugga skjól spít-
alaveggjanna (eða hvítu samstarfsmennina, í tilviki Brents) kynni að
líta þá öðrum augum en þeir sjálfir kærðu sig um. Brent þarfnast
28 Hér má sjá brot úr lokakgi Áramótaskaupsins 2010: „En við höfum líka hrakist
fyrr á klakanum og komið sterk til baka. Við sofnuðum á verði, en í kvöld
skulum við vaka. ... Neitum því sem vert er að neita. Og byrjum að breyta. ...
Við megum ekki gleyma í þessu annarlega ástandi, við erum færri en íbúar einnar
götu í einhverju útlandi. Nokkur þúsund hræður eins og systur öll og bræður.
... En hér vil ég vera og beinin mín bera.... Lyftum nú skál fyrir ísland og öllum
kostunum óteljandi." Og lokalag Áramótaskaupsins 2011: „Nýir tímar þeir nálg-
ast okkur hratt. ... Við kyndum bálið og berjumst áfram. Við byggjum saman
þetta stórkostlega land. En hagfræðin og hamslaus græðgin, við hendum báðum.
Svo 2012, tökum nýjan sið.“ Greinarhöfundur vill taka það fram til að gæta sann-
girni að lýsingarnar í greininni eiga ekki allar við lagið 2011 þó að þær falli allar
að laginu 2012. Heimild: Aramótaskaup Ríkissjónvarpsins 2010 og 2011.
29 Oliver: „So, were you telling a joke?“ David: „No, that was it!“ Annar sam-
starfsmaður: „What did the queen say?“ [David þegir] Oliver: „Come on, what
was the joke?“ Þriðji samstarfsmaðurinn: „It was about the royal family playing
twenty questions.” Oliver: „It’s not the black man’s cock one, is it?“ David: „It
might be ... but ... I don’t ... that ..." Oliver: „No, that’s allright. It’s funny.“
David: „Harmless! [bendir á Oliver] ... well done.“