Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 239
SKÍRNIR
ATLAGA AÐ YFIRBREIÐSLU ...
499
Eins og Giorgio Agamben hefur m.a. bent á þá eru þau umskipti
sem Hegel fjallar hér um afdrifaríkari en svo að þau verði einfald-
lega afgreidd sem liðin, söguleg fortíð:
Þegar huglæg sköpunargáfa listamannsins hefur sett sjálfa sig ofar efni og
inntaki verksins, eins og hann væri leikstjóri sem sviðsetur persónur sínar,
þá leysist upp það sameiginlega og hlutlæga rými sem listaverkið átti sér, og
það sem áhorfandinn finnur í þessu rými er ekki eitthvað sem hann getur
umsvifalaust fundið í vitund sinni sem sinn æðsta sannleika. Hin fagur-
fræðilega framsetning miðlar nú öllu því sem áhorfandinn getur fundið í
listaverkinu, og hún verður sem slík — án tillits til innihaldsins — hið æðsta
gildi og sá nákomnasti sannleikur sem skilgreinir mátt sinn í verkinu sjálfu,
og á þess eigin forsendum. Hið frjálsa sköpunarlögmál listamannsins rís á
milli áhorfandans og sannleiksreynslu hans, en þessari reynslu leyfist
honum að tylla á listaverkið eins og það væri dýrmæt Maiu-slæða, án þess
honum auðnist nokkurn tímann að nálgast Maiu sjálfa áþreifanlega, heldur
einungis í gegnum mynd þess töfraspegils sem er hans eigin smekkur.
(Agamben 1994: 56-57, skáletrun ÓG)
Munurinn á rómversku myndinni af Sisyfosi og myndbandinu Pre-
lude er þá sá að á meðan Sisyfos og þjáningarbræður hans kenna
okkur þau óbreytanlegu náttúrulögmál sem búa líka í holdi okkar
allra og beinum, þá eru engin þau lögmál að finna í myndbandinu
sem ekki njóta verndar hinnar ógagnsæju hulu fagurfræðinnar sem
Agamben líkir við Maiu-klæðin í málverki Goya, sem aftra því að
við getum nokkurn tímann náð að kenna til holds hennar. Þannig
hefur fagurfræðin gert sannleikann að smekksatriði hinnar „hreinu
Menningar“ eins og Agamben orðar það, þar sem áhorfandinn sér
eigið Sjálf sem Annan, sína eigin sjálfsveru sem utangátta veru. Ekk-
ert afmarkað inntak og enginn hlutstæður mælikvarði eigin tilveru
áhorfandans eru finnanleg í verkinu, heldur einungis fullkomin
framandgerving eigin sjálfs. Einasta leið áhorfandans til að nálgast
verkið verður í gegnum þessa framandgervingu, segir Agamben.
Hin upprunalega eining verksins hefur verið rofin, þar sem við
höfum annars vegar hið fagurfræðilega mat og hins vegar hið hug-
læga sköpunarlögmál listamannsins, án tiltekins innihalds.
Er sannleika verksins Prelude þá kannski einmitt að finna í
þessum klofningi? Er það ekki þessi klofningur sem verkið vísar