Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 129
SKÍRNIR
UPPREISN FJOLDANS
389
hef þegar kallað þetta heimsveldi „ruddalegt“ í tvígang, við höfum
þegar goldið okkar tíund til drottins klisjanna; nú þegar við höfum
fengið aðgöngumiðann í hendur getum við gengið glöð í bragði inn
í þemað og horft á sýninguna sem þar er sett upp. Eða hélt einhver
að ég myndi láta mér nægja þessa lýsingu, kannski nákvæma, en á
einskæru ytra byrði, sem er aðeins flötur, yfirborð sem undir býr vo-
veifleg reynd þegar horft er úr fortíðinni? Ef ég léti þar við sitja og
byndi án frekari málalenginga enda á þessa ritgerð myndi lesandinn
hugsa, og það með réttu, að þessi stórbrotna tilkoma fjöldans upp
á yfirborð sögunnar blési mér ekki annað í brjóst en fáein önuglynd
fyrirlitningarorð, örlítinn skammt af óbeit og annan af andstyggð:
mér sem frægt er að hef haldið fram róttækri aristókratískri sögu-
skoðun. Hún er róttæk vegna þess að ég hef aldrei sagt að mannlegt
samfélag eigi að vera aristókratískt heldur miklu meira en það. Ég
hef sagt, og trúi enn, með kröftugri sannfæringu með hverjum deg-
inum sem líður, að mannlegt samfélag sé ætíð aristókratískt, hvort
sem það vill það eða ekki, í sjálfum innsta kjarna sínum, það telst
jafnvel vera samfélag að því marki sem það er aristókratískt og
hættir að vera það eftir því sem það af-aristókratíserast. Vel að
merkja er ég að tala um samfélagið en ekki ríkið. Enginn getur trúað
að frammi fyrir þessari stórbrotnu ýfingu fjöldans sé hið aristókrat-
íska að láta sér nægja skammlífa tilgerðargrettu eins og smáriddari
í Versölum. Versalir — það er að segja þessir Versalir sem gretta sig
— eru ekki aristókratískir heldur þveröfugt: Þeir eru dauði og stein-
gerving stórfenglegrar aristókratíu. Þess vegna var ékki annað eftir
af sannri aristókratíu í þessum mannverum en tíguleg reisn sem
nægði til að taka á móti fallöxinni á hálsinn: þær þáðu hana með
sama hætti og æxlið þiggur skurðarhnífinn. Nei; hjá þeim sem
skynjar djúpa köllun aristókratismans kallar sjónarspil fjöldans
fram æsingu og eldmóð eins og hjá myndhöggvara frammi fyrir
óhöggnum marmara. Samfélagslegur aðall líkist í engu þeim ógnar-
takmarkaða hópi sem freistar þess að sölsa undir sig, óskiptum, tit-
ilinn „samfélagslíf", sem kallar sig „samkvæmislífið“ og lifir á því
einu að vera boðið eða ekki boðið. Eins og allir í heiminum á hann
einnig sínar dyggðir og sína köllun í hinum stóra heimi, þessi agn-
arsmái „fíni hefðarheimur“, en ákaflega takmarkaða köllun og