Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ...
455
þýðinga úr íslensku á dönsku. Fyrir kom líka að þýtt væri úr Nýjum
félagsritum eða skáldsögu Jóns Thoroddsen, Pilti og stúlku.
Annarra lausamálsrita síðari alda er ekki getið í skólaskýrslum
fyrr en árið 1874 þegar íslenskutímum skólans var fjölgað úr 9 í 12.
Þá komust kvæði þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thor-
arensen aftur á leslista. Næstu tvo áratugi voru þau lesin nánast ann-
að hvert ár og þá ýmist í 5. eða 6. bekk en þó einn vetur í báðum
bekkjunum. Jónas var lesinn einn fimm sinnum, þ.e. veturna 1874-
75, 1887-88,1888-89,1891-92 og 1893-94, Bjarni Thorarensen var
lesinn einn skólaárið 1875-76 og báðir voru þeir Bjarni og Jónas
lesnir þrisvar sinnum, þ.e. 1877-78,1880-81 og 1885-86. Líklegt er
að Halldór hafi við þessa yfirferð í meginatriðum beitt sömu mál-
fræðilegu kennsluháttum og við lestur annarra texta. Um kennsl-
una skólaárið 1891-92, sem náði bæði til 5. og 6. bekkjar, erþó tekið
fram að kvæði Jónasar hafi verið „lærð og skýrð“. Þau ummæli gætu
bent til einhverrar nýbreytni á kennsluháttum þetta árið, þ.e. að
kvæðin hafi nú sérstaklega verið lesin vegna efnisins. Skólapiltum
hafi verið gert að tileinka sér þau og jafnvel flytja utanbókar (sjá
einnig Valtý Guðmundsson 1891: 266). Skólaárið 1893-94 voru
einnig „lærð nokkur kvæði eftir Jónas Hallgrímsson".
Önnur skáld síðari tíma en þeir Jónas og Bjarni komust fyrst á
leslista skólans veturna 1895-98, en þá voru í 6. bekk „lesin og lærð
að nokkru leiti kvæði íslenskra skálda á þessari öld“ undir leiðsögn
Pálma Pálssonar sem þá hafði tekið við sem aðalíslenskukennari
skólans (Skírsla um hinn Ixrba skóla íReykjavík. Skóla-Arið 1895-
96 1896: 9). Hugsanlegt er að hann hafi þar stuðst við nýlegt rit
Boga Th. Melsteð, Sýnisbók íslenzkra bókmennta á 19. öld (1891),
þótt þess sé ekki sérstaklega getið í skólaskýrslu. Ekkert þeirra
skálda sem lesið var er heldur nefnt á nafn en vart er að efa að þeir
Jónas og Bjarni hafi verið í þeim hópi. Einhliða val á skáldum 19.
aldar er að vísu sláandi og skýrir vafalaust að hluta til vinsældir Jón-
asar og Bjarna á þessum tíma og það mat margra að þeir, og þá
einkum Jónas, bæru af öðrum skáldum aldarinnar og væru réttnefnd
þjóðskáld.
I þessu samhengi ber sérstaklega að geta elsta bókmenntasögu-
lega yfirlitsins um íslenskan skáldskap síðari alda, „Yfirlits yfir bók-