Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 134
394
JOSÉ ORTEGA Y GASSET
SKÍRNIR
liðnir eru og þeir muna. Sérhvert sögulegt tímabil hefur ólíka
skynjun frammi fyrir þessu undarlega fyrirbæri lífshæðar og ég
furða mig á að hugsuðir og sagnaritarar hafi aldrei dvalið við svo
augljósa og innihaldsríka staðreynd.
[-]
Fyrir ekki meira en þrjátíu árum þegar stjórnmálamenn létu
móðan mása fyrir fjöldann voru þeir vanir að hafna einni eða ann-
arri stjórnvaldsaðgerð, einhverjum yfirgangi, með þeim orðum að
hún hæfði ekki á þessum hátindi tímans. Það er forvitnilegt að rifja
upp að þessi sami frasi var notaður af Trajanusi í frægu bréfi hans
til Plíníusar þegar hann mælti gegn því að kristnir menn væru of-
sóttir eftir nafnlausum ábendingum: Nec nostri saeculi est. Það hafa
semsé verið mörg tímabil í sögunni sem hafa litið svo á að þau væru
komin upp á hásléttu, endanlega hæð; tímabil þar sem menn telja sig
komna á áfangastað ferðar, þar sem fornar þrár rætast og vonir
vakna. Þetta er „fylling tímans", hinn fullkomni þroski hins sögu-
lega lífs. Fyrir þrjátíu árum trúði Evrópumaðurinn því sem sagt að
mennsk tilvera hefði náð að verða það sem hún ætti að vera, það
sem kynslóðir á kynslóðir ofan þráðu að hún yrði, það sem henni
bar þaðan í frá að vera. Fylling tímans er alltaf skynjuð sem niður-
staða margra tíma sem farið hafa í undirbúning, tíma án gnægðar,
óæðri hátindinum sjálfum, tímum sem þessi vel þroskaða tíð hvílir
á. Úr þessari hæð koma undirbúningstímabilin fyrir sjónir eins og
á þeim hafi verið lifað af hreinni atorkusemi og í ófullnaðri
draumsýn; tímar einskærrar ófullnægðrar þrár, brennandi undan-
fara, tímar sem einkennast af „ekki enn“, tímar þjáningarfullrar
andstæðu milli skýrrar löngunar og raunveruleika sem ekki er í
samræmi við hana. Þannig sá nítjánda öldin miðaldirnar. Loks
rennur upp dagur þar sem þessi þrá, stundum þúsaldagömul, getur
ræst: raunveruleikinn tekur hana upp og lýtur henni. Við höfum
náð settu marki, fyrirheiti ferðar, hátindi tímans! Náð þangað sem
í stað „ekki enn“ kemur „loksins".
Þetta var sú tilfinning fyrir eigin lífi sem feður okkar og öll þeirra
tíð hafði. Þessu má ekki gleyma: tími okkar er tíminn sem kemur á
eftir hátindinum. Héðan þar sem sá sem heldur áfram á hinn bakk-
ann, til þessarar næstu allsherjarfortíðar, og skoðar allt í augsýn