Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 214
474
ARI PÁLL KRISTINSSON
SKÍRNIR
hana er tengd, og önnur þjóðmenning vor, er það, sem markar þjóðar-
sérstöðu vora og veitir oss rétt til sjálfstæðis og viðurkenningu og virðingu
meðal þjóða. (Aðalsteinn Sigmundsson 1941: 67)
Kristinn E. Andrésson var ekki í vafa um hvaða meðulum skyldi
beita gegn hinni miklu hættu:15
Á þessum tíma verða íslenzk efni að ganga fyrir öllu, sem alþýðan les. Við
lestur hinna beztu bókmennta okkar glæðist ástin og skilningurinn á sögu
og lífi þjóðarinnar, landinu og tungunni. (Kristinn E. Andrésson 1940a:
179)
Hugtökin landið, þjóðin og tungan — þrenningin sem hugurinn
tengir ósjálfrátt samnefndu ljóði Snorra Hjartarsonar frá 1952 —
birtast mjög oft saman í orðræðu fimmta áratugarins, sbr. ofan-
greind orð Kristins E. Andréssonar. Einnig er sjálfstæðið stundum
nefnt í sömu andrá, t.d. hjá Gunnari Gunnarssyni rithöfundi sem
sagði í júlí 1940:
Það mun þykja sjálfgefið, að vér stöndum sameinuð, hér eftir sem hingað
til, um sjálfstæði lands vors, íslenzkt þjóðerni, íslenzka menningu og mál
(Gunnar Gunnarsson 1940: 147)
Eins og kunnugt er sparaði Gunnar hvergi gagnrýni sína á breska
setuliðið og varaði við undanlátssemi við það.16 Hann var og einkar
harðorður í garð þeirra íslensku kvenna
15 Komintern hafði lagt á það áherslu við íslenska kommúnista þegar árið 1932 að
þeir nýttu sjálfir hina sterku þjóðerniskennd íslensks almennings svo að
Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki einn um hituna, sjá Hannes Hólmstein Gissurar-
son 2011: 110, 272-273. Þegar Áki Jakobsson hafði löngu sagt skilið við fyrri
samherja sagði hann í blaðaviðtali að „allt þetta tal um menningu og þjóðerni"
hefði aðeins verið heppilegur áróður. „Hann hafði góð áhrif og maður velur
gjarna þau orð, sem falla í frjóan jarðveg“ (Matthías Johannessen 1962).
16 Aðeins níu dögum áður en Gunnar lét þau orð falla, sem hér er vitnað til, hafði
hann fokreiðst Bretum fyrir að gera húsleit á heimili hans á Skriðuklaustri, sjá Jón
Yngva Jóhannsson 2011: 364-365; sjá einnig Halldór Guðmundsson 2006: 309-
310. Raunar hafði Gunnari „alltaf verið heldur í nöp við Englendinga og allt sem
enskt var. Meðan hann barðist sem mest fyrir sameiningu Norðurlanda leit hann
á Englendinga sem eina helstu ógnina við sjálfstæði Norðurlandaþjóðanna,
einkum íslands, sem hann taldi eiga á hættu að lenda undir áhrifavaldi breska
heimsveldisins" (Jón Yngvi Jóhannsson 2011: 363-364). Ótti Gunnars við bresk