Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 240
500
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
okkur á? Annars vegar höfum við sviðsetta sjálfsveru listamanns-
ins, án skilgreinds innihalds, hið hreina og frjálsa lögmál sköpunar-
innar. Hins vegar höfum við áhorfandann sem virðir verkið fyrir
sér í gegnum þá slæðu smekksins sem safnið hefur þegar skapað
honum. Báðir leita einhvers frumlægs sannleika, en það er órjúfan-
legur veggur sem aðskilur þá.
Þegar litið er til þess að nakti maðurinn í þessu myndbandsverki
Sigurðar Guðjónssonar er hann sjálfur, þá verður þessi fagur-
fræðilega gjá á milli listamannsins og áhorfandans allt að því átakan-
leg. Þessi sviðsettu átök listamannsins við óskilgreinda hindrun
öðlast ekki fulla merkingu fyrr en verkið er komið í sýningarsalinn
og áhorfandinn mættur á svæðið. Nektin er þá ekki lengur nakin,
heldur hulin Maiu-slæðu fagurfræðinnar, átökin eru sýning fyrir
leiksvið sýningarsalarins og um leið og áhorfandinn gengur í salinn
verður hann fanginn í töfraspegli smekksins sem á sér engar traustar
forsendur, allra síst innra með honum sjálfum: almennt gildismat
um „fegurð", um þá sérstöku eiginleika sem hlutur þarf að hafa til
að öðlast stöðu listaverks. Þó segja megi um verkið Prelude að það
sé vel byggt formlega séð, að sérhver þáttur þjóni heildinni og
heildaráhrifin séu „sterk“, þá erum við litlu nær, og allra síst nær
okkur sjálfum. Hér verður fagurfræðin hjáróma. Ef inntak verksins
er ekki fólgið í formi þess, hvað segir það þá? Hvernig getum við
komið orðum að þeim atburði sem á sér stað þegar við göngum í sal-
inn? Nú verður nærtækt að álykta að við séum hér vitni að átökum
listamanns við það búr fagurfræðinnar, sem allur listheimurinn
hefur lokað hann inni í.
Glíma listamannsins við sköpunarstarfið var annars eðlis á
dögum Grikkja og Rómverja. Listamaðurinn var fyrst og fremst
verkfæri náttúruaflanna og sannleikur hans var sannleikur þeirra.
Kannski var það með endurreisninni og húmanismanum sem þetta
tók að breytast.
Alþekkt er meistaraverk Durers, Melancholia I frá árinu 1514,
sem flestir hafa túlkað sem allegóríu um tilvistarvanda listamanns-
ins, þann vanda sem fólginn er í allri listrænni sköpun. Durer styðst
hér við alkunnan hugmyndalegan ramma launsagnarinnar, þar sem
meira og minna þekktir hlutir og fyrirbæri úr heimi gullgerðarlistar,