Skírnir - 01.09.2012, Side 153
SKÍRNIR
AF HVERJU ERU KONUR MEÐ FÆTUR?
413
Porsche, hann kostar bara fjórar milljónir á alveg sérstöku verði, það er nú
alveg kominn tími á BMWinn.“ Aftur hugsar maðurinn sig um og segir
svo: „Okei.“ „Heyrðu,“ segir konan, „fyrst þú ert í svona fínu skapi þá
ætla ég að segja þér frá draumahúsinu sem var að koma á sölu, þú veist þetta
með sundlauginni og öllu, og það er hægt að fá það fyrir 50 milljónir —
eigum við að slá til og skella okkur á það?“ Nú hugsar maðurinn sig aðeins
lengur um en segir svo: „Ef það er á svona góðu verði, þá okei, við skellum
okkur á það.“ „Frábært,“ segir konan, „ég verð búin að ganga frá þessu
öllu þegar þú kemur heim í kvöld. Sjáumst heima, elskan." „Sjáumst," segir
maðurinn og skellir á. Hann snýr sér svo við í klefanum, heldur símanum
á lofti og spyr: „Veit einhver hver á þennan síma?“7
Mjög auðvelt er bera kennsl á kynin í brandara sem þessum. Mis-
munur þeirra ásamt þeim einkennum sem prýða þau blasa við, en þar
með er þó aðeins hálf sagan sögð. I gagnagrunninum má einnig
finna hundruð brandara sem fjalla ekki beinlínis um kynin og sam-
skipti þeirra. Þegar þeir eru skoðaðir kemur í ljós að samfara
stöðluðum hlutverkum „karla“ og „kvenna“, eru þar annarskonar
hlutverk sem einnig vísa til kyns. I fjömörgum bröndurum römbum
við t.d. fram á lækna, ljóskur og svertingja svo kunnugleg dæmi séu
tekin. Hlutverkin vísa einnig í ákveðnar kynjaðar staðalmyndir sem
við höfum lært að þekkja og þurfum að sjá skýrt í huga okkar til að
brandararnir gangi upp:
Hvað þarf marga svertingja til að skúra fótboltavöll?
Svar: Engan, þetta er kvenmannsverk.8
Það var einu sinni hommi sem fór til læknis og sagði (hommaleg rödd):
„Læknir, það er eitthvað að mér í rassinum, þú verður bara að líta á hann.“
Læknirinn fer í hanska og þreifar á rassinum innanverðum og finnur ekki
neitt. Homminn stynur: „Oooo læknir ... læknir." Læknirinn fer í stærri
hanska sem ná upp á olnboga og fer aftur inn í rassinn og finnur að það er
eitthvað þarna en hann þarf að fara í lengri hanska til að ná því. Homminn
stynur ennþá hærra: „Ooo ... læknir, læknir." Þá fer læknirinn í hanska
sem ná alveg upp handlegginn og fer alveg lengst inn í rassinn og homm-
inn æpir af nautn: „Oooo ... læknir, læknir.“ Þá finnur læknirinn eitthvað
7 Heimildarmaður er 43 ára kona. Safnað í heimahúsi í Kópavogi, 5. október 2002.
8 Heimildarmaður er 22 ára kona. Safnað á heimili hennar, 4. apríl 2005.