Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 39
SKÍRNIR NJÁLSSAGA OG ÍSLENDINGASAGA ... 299
Njáll sé söguleg persóna þá lagar höfundurinn karakter hans að
eigin þörfum; í öðrum gömlum íslensku ritum er getið um Njál og
víkingaferðir hans, en það er ósamrýmanlegt hinni mildu ásjónu
karls hins skegglausa sem birtist okkur í Njáls sögu.
Það er gamall og alþekktur höfuðverkur skrifandi manna sem fást
við sinn samtíma, hinn svokallaða veruleika, að hann er oft leiðin-
lega óhreinn og kámugur, en meiri heiðríkja birtist okkur í skáldskap
og ævintýrum. Þannig verða hefndarkaflar beggja bóka áhugaverðir
að skoða; Gissur fer leiðangra að vetrarlagi með flokk vopnaðra
manna, þeir finna hér og þar einn eða tvo lafhrædda brennumenn
sem í felum og á flótta eru dregnir út úr húsum og höggnir án allrar
viðhafnar. I samanburði við það eru hefndaraðfarir Kára í Njálu
eins og ævintýri á gönguför; það er sumar og heiðríkja á Suðurlandi
og hann berst iðulega gegn flokkum manna og fellir óvinina í bar-
daga, að mestu einn á móti mörgum, eða þá með „comic sidekick"
eins og Björn úr Mörk, sem hefur það hlutverk eitt að mála glæsi-
brag og hetjuskap Kára í skærari litum.
IV
Einnig í þríbyggingu beggja bóka, sem ég nefndi áðan, eru línur
skýrari í Njálu en Islendingasögu. I Njálu eru stærðarhlutföll þátt-
anna þriggja í góðu jafnvægi, en svo er ekki í Islendingasögu; þar
nær fyrsti hlutinn yfir helming bókarinnar en annar hlutinn er ör-
stuttur í blaðsíðum talið. En það breytir því ekki að efnislega blasa
þættirnir þrír við, og það sem meira er, þeir fylgja reglum Aristótel-
esar um byggingu harmleikja. Samkvæmt hugmyndum hans, sem
voru í miklum metum á miðöldum, og eru reyndar enn, á annar
hlutinn að enda á stóru uppgjöri, sjálfri tragedíunni, sem jafnframt
feli í sér einhverskonar kaþarsis; hreinsun eða skírslu. Og eldur er
mjög augljóst tákn skírslu eða hreinsunar af því tagi, rétt eins og að
samkvæmt hugmyndaheimi kristinna miðaldamanna hlaut ævi-
lokum hvers manns að fylgja vist í hreinsunareldi áður en hann
gengi inn í hinn eilífa lokaþátt, vistina í himnaríki.
Sem hreinsunareldur missir Flugumýrarbrenna marks, því að
þar ferst saklaust fólk eins og Gróa húsfreyja og synir þeirra Giss-