Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 98
358
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
tilviljun hitt þar á götu vin sinn Bindesböll. Það mun hafa verið arki-
tektinn Michael G.B. Bindesboll (1800-1856), höfundur Thorvald-
sen-safnsins í Kaupmannahöfn, og hafa þeir vafalaust kynnst á
vinnustofu Thorvaldsens. Tómas segist hafa skoðað Napoli í fylgd
þessa frumkvöðuls nýklassískrar byggingarlistar á Norðurlöndum
fyrstu daga sína þar. Arthur Dillon lávarður, sem var samskipa
Tómasi til Islands 1834, segir frá því í ferðasögu sinni frá Islandi að
Tómas hafi talað góða ítölsku, og mun tíminn í Róm ekki síst hafa
nýst honum til tungumálanáms (Dillon 1840).
Rangárþing og hinarpontísku forir
Eins og sjá má af lýsingu Tómasar er upplifun hans af Páfagarði,
með meistaraverkum Michelangelos og Rafaels, lituð af trúarskoð-
unum hans og uppeldi, og má kannski draga af hugleiðingum hans
þá ályktun, að fegurðin hafi gildi í sjálfri sér þegar hún tekur til ver-
aldlegra hluta, en hins vegar beri að gjalda varhug við þeirri mynd-
list eða byggingarlist er reyni að miðla trúarlegum sannleika. I
þessum efnum virðist Tómas jafnvel standa nær Kalvín en Lúter,
en hér er um greinilega mótsögn að ræða í túlkun hans á þeim veru-
leika sem hann upplifir á Italíu, og jafnvel enn frekar er hann kemur
til Grikklands og Tyrklands.
En það eru ekki bara hugmyndir hans um tilfinningarök barns-
trúarinnar og píetismans gegn kirkjuvaldinu sem móta sýn hans á
ítalskan veruleika. Islensk náttúra og bernskuslóðir hans koma líka
þar við sögu, eins og sjá mátti af dæminu um Þórsmörk hér að
framan. Þessar fyrirmyndir bernskustöðvanna verða þó með enn
meiri ólíkindum þegar hann grípur til samanburðar við bernsku-
slóðir sínar í Rangárþingi á Islandi í lýsingu sinni á landslagi um-
hverfis Róm og í Lazio-héraði, kannski í veikri tilraun til þess að
lýsa ítalskri náttúru fyrir íslenskri bændaalþýðu með skiljanlegum
hætti. Þannig rekumst við á eftirfarandi landslagsmynd hans, þar
sem Róm verður hliðstæður miðpunktur og Oddi á Rangárvöllum:
Það er nokkuð svipuð fjallasjón og byggðarlag frá Róm að sjá eins og hjá
oss í Rangárvallasýslunni, svo sem frá Odda, og væri þá Skarðsfjall Soracte,
fjöllin fram af Heklu Sabínafjöll, en Fljótshlíðarfjöllin (þó þau séu heldur