Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 86
346
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
að það eitt gæti maður reitt sig á sem reynsla manns næði til, en hún væri
nú aðeins gegnum skilningsgáfur sálarinnar manns eign [...] Um sam-
einingu hinnar sýniligu veraldar og ósýniligu gat hann því, sem og flaut
af sjálfu sér, ekkert uppkveðið ... Lengra gat hann nú ekki upp eftir hafið
sig frá tíðar sinnar líkamliga hlutanna skoðunarmáta, en hið andliga hafði
nú fengið nokkuð meira vald en fyrri. Það vantaði að hefja það enn betur
og útjafna, hlaða í — hnita saman hið líkamliga og andliga. (TS 1947:
130)
Hér sér Tómas heimspekinginn Fichte sem nýjan bjargvætt þar eð
hann hafi með hughyggju sinni haft endaskipti á hlutunum: Maður-
inn sem var „næst fyrir Kants daga raunar [ekki] orðinn annað en
moldarklumpur sem festur var við hina sýniligu veröldu og enginn
ódauðligur andi gat haft til íbúðar, þar eð þvílík andanna veröld
ekki var til, og sem þar af leiddi ekkert frjálsræði gat haft“ (TS 1947:
131) . Nei, samkvæmt Fichte varð veröldin nú að engu,
hið líkamlega var ekkert, maðurinn, andinn og frjálsræðið varð allt. Og allt
hvað maðurinn skynjar með hinum líkamligu skilningarvitum er ekki
annað en sjónhverfingar sem orsakast af því hvörnig maðurinn hlýtur að
verða meðvitandi um sjálfan sig. Maðurinn sjálfur og frjálsræðið er það ein-
asta sem til er — það getur hver sagt sjálfum sér að hann er til — en maður
getur ekki orðið um sjálfan sig áskynja, nema hann setji sig í nokkurs konar
mótsetningu með öðru. Þannig skapast manni hin líkamliga veröld, er í
sjálfu sér engan annan veruligleik ... hefir, annað en þannig nokkurs konar
skuggi af sjálfum manni er hún ekki. (TS 1947: 131-132)
Áhersla Fichte á frelsi mannsins, hinn einstaklingsbundna vilja og
verknaðinn, gerir hann að einum af brautryðjendum rómantíkur-
innar með róttæku andsvari við nauðhyggju orsakalögmáls upplýs-
ingarinnar. Með orðum Isaiah Berlin spyr Fichte okkur þessara
spurninga:
Hver er húsbóndinn, náttúran eða ég? Eg er ekki skilyrtur af markmiðum,
það er ég sem skilyrði markmiðin. Heimurinn ... er ljóðið sem innra líf
okkar dreymir. Þetta er dramatísk og skáldleg aðferð til að segja að reynsla
sé eitthvað sem ég ákveð í krafti viðbragða minna.5
5 Berlin 1999: 89; þýðing höfundar.