Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 170
430
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Til að verða þeim úti um heppilegt lesefni var sagnfræðingurinn
og leyndarráðið Ove Malling fenginn til að velja texta í fyrstu
dönsku lestrarbókina sem gefin var út, Store og gode Handlinger af
Danske, Norske og Holstenere (1777). Sú bók geymdi margvíslegar
sögulegar frásagnir sem flestar lýstu ættjarðarást, hugprýði, stað-
festu og tryggð söguhetjanna við lögmæta stjórnendur. Henni var
enda ætlað að vera „þjóðernisleg lestrarbók sem vekti hrifningu
nemenda og ást á föðurlandinu, jafnframt því að vera málleg fyrir-
mynd og reglusnið í réttritun" (Hansen 1992: 568). Fullyrða má að
Malling hafi tekist þetta ætlunarverk, a.m.k. átti bók hans eftir að
verða skyldulesning í dönskum latínuskólum allt fram undir miðja
19. öld.
Hafa ber í huga að föðurlandsástin, sem tilskipunin frá 1775 og
bók Mallings vitna um, á lítið skylt við þá þjóðernislegu, sögulegu
og tilfinningalegu afstöðu sem síðar litaði móðurmálskennsluna. Þar
var t.d. hvorki talað um þjóðtungu, þjóðararfleifð eða þjóðskáld
Dana né höfðað til þjóðerniskenndar lesenda með því að minna þá
á sameiginlegan uppruna eða forna menningu þeirra sem mæltu á
danska tungu. Föðurlandið sem vísað var til stóð eingöngu fyrir
danskt einveldi sem stjórnskipulega heild en ekki menningarlega
einingu, enda var slíkri einingu ekki til að dreifa á þessum tíma,
a.m.k. ekki í nútímaskilningi. Meginþunginn lá samt á dansk-norska
sambandinu þótt þriðja meginstoð ríkisins, Holtsetaland, flyti með
í lestrarbók Mallings. Þar voru sömuleiðis birtar nokkrar frásagnir
frá Islandi.
Helsta ástæða þess að dönsk stjórnvöld ákváðu að efla móður-
málskennslu í latínuskólum undir lok 18. aldar voru áhyggjur þeirra
af vaxandi áhrifum þýskrar tungu í dönsku samfélagi, stjórnsýslu
og menningu. Tilskipunin var því nátengd þeirri ákvörðun sem
tekin var um líkt leyti að nota dönsku en ekki þýsku sem stjórn-
sýslumál og til fyrirskipana innan hersins. Auk slíkra verndar-
sjónarmiða, sem áttu að styrkja stöðu dansk- og norskfæddra
manna í stjórnsýslunni, gætti augljósra áhrifa frá skoðun upplýsing-
armanna að framhaldsskólar ættu ekki aðeins að búa nemendur
undir háskólanám í örfáum embættisgreinum stjórnsýslu, kirkju og
skólakerfis. Þeim bæri einnig að ala upp fjölhæfa og nytsama þjóð-