Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 26 TMM 2015 · 2 Þú dæmir þig hart kæra Auður en áfram með smjörið. Ég reyndi, nokkrum árum seinna, að bæta fyrir Annað líf með Tryggðarpanti (2006), og skrifa sögu um innflytjendakonur en láta þær allar vera með upp- diktað þjóðerni. Aðalsöguhetjan var leigusalinn þeirra, taugaveiklaður ein- stæðingur sem foreldrarnir eftirlétu fé en enga ást, hún var óttalega vör um sig í mannlegum samskiptum. Þessi söguhetja átti sér reyndar fyrirmyndir, bæði karla og konur sem ég hafði kynnst í Danmörku, manneskjur sem bjuggu í stærðarinnar herskabs-íbúðum og nutu góðs af arfi, svo óttaslegnar um sitt að þær býsnuðust stöðugt út í innflytjendur en voru að sama skapi einmana. Um það leyti sem ég var að klára þessa bók, þá búsett á Norðurbrú í Kaupmannahöfn og svo ofurmeðvituð um útlendingahræðsluna í Danmörku að söguhetjurnar átu upp heilu setningarnar úr umræðuþáttum um innflytj- endur á DR [danska ríkissjónvarpinu], upphófst deilan um skopmyndirnar af Múhameð sem birtust í dagblaðinu Jyllandsposten. Það er ávísun á flækingslega sjálfsásökun að skrifa um fjölmenningu og minnihlutahópa, sama hversu ákafur í hugsjónunum maður reynir að vera, þá getur maður aldrei gert fullkomlega ráð fyrir eigin ranghugmyndum, maður er jú alltaf summan af umhverfi sínu og upplifunum, ófær um að hugsa út í allar mögulegar breytur. Ég get huggað mig við það að ég lærði sjálf eitthvað af þessum skáldsögum. Eitthvað í þeim dúr að það er enginn einn algildur sannleikur og það er heldur ekki alveg satt. Einmitt þess vegna er heimsdeilan um skopmyndirnar af Múhameð svona erfið og flókin. Í stuttu máli sagt er hún hnútur. Prinsippin eru á hreinu, báðum megin línunnar, en á þessari línu eru fjölmargir stórir jafnt sem smáir sannleikar, milljónir manna, endalaus lög af misrétti, ófá stríð og óteljandi menningarheimar. Fyrir vikið getur maður rökstutt tvo gjörólíka póla í þessari eilífðarþrætu með jafngóðu móti, nokkuð sem ég hef gert og því fylgir botnlaust hugarangur. Það er nefnilega hægt að rökstyðja tjáningar- frelsið svo innilega að þú réttlætir myndir af barnaklámi, ef frelsið á að vera algjört. Tjáningarfrelsið getur ekki verið annað en samkomulag í mann- legri sambúð, hvað sem hver segir. Þessar myndir birtust fyrst þegar danskt samfélag var svo spennuþrungið að það gneistaði nánast af hræðsluáróðri vegna þátttöku Dana í Írakstríðinu, beint og óbeint var stöðugt kynt undir hræðslunni við að dökkleita manneskjan við hliðina á þér í strætó ætlaði að sprengja vagninn í loft upp; ég man að við hjónin fórum með Ingu Huld, tengdamömmu minni, í leikhús á Norðurbrú og allir hlógu sig svo vitlausa að lélegri revíu um vitlausa stjórnmálamenn og Írakstríðið að okkur fannst fólkið hlæja til að brjótast út úr spennunni. Það vill gleymast. En um leið var, eðli málsins vegna, ekki hægt að biðjast afsökunar á þessum myndum, hvað þá banna þær, nema svíkja grunnstoð í lýðræðissamfélagi og bjóða ofbeldisfulla ritskoðun velkomna. Í gær sat ég á matsölustað hjá tyrkneskri fjölskyldu sem er Múhameðstrúar, við spjöllum alltaf saman og þau eru með eindæmum yndisleg, svo yndisleg að ég fylltist samviskubiti yfir að hafa birt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.