Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 32
G u ð n i Tó m a s s o n 32 TMM 2015 · 2 íslenskra stjórnvalda.“4 Stuðningur við listamenn var skilgetið afkvæmi hugmynda um aukið þjóðfrelsi og hluti af sjálfstæðisdraumum þjóðarinnar. Þegar kom að því að veita Matthíasi og Torfhildi styrki voru þingmenn hins vegar á báðum áttum um hvort stofna ætti til slíkra útgjalda fyrir landsfé. Grímur Thomsen, skáld og þingmaður, benti á að þingmenn væru ekki „fagurlistadómarar“5 og var efins um að þeir ættu að taka það hlut- verk að sér, hlutverk sem þeir gegna enn í dag í tilviki heiðurslauna. Í tilviki Matthíasar, sem naut styrksins ævilangt ólíkt Torfhildi er síðar færðist yfir á ekkjustyrk, voru þingmenn ekki alveg vissir hvort veita ætti honum styrk fyrir ritstörf eða prestsþjónustu og óttuðust þingmenn fordæmi í báðum tilvikum. Hvað Matthías varðar og reyndar fleiri skáld sem fengu styrki á næstu árum áttu þingmenn þó í litlum vandræðum með að ræða fagur- fræðilegt ágæti og mikilvægi skáldskaparins í ræðustól Alþingis. Þannig var t.d. nefnt í tengslum við styrk Matthíasar að almenningur kynni þinginu þakkir fyrir að veita skáldinu viðurkenningu fyrir hina „andlegu nautn, sem hann hefir með ljóðum sínum veitt hverju mannsbarni á landinu.“6 Einnig var talað hreint út um að styrkurinn til Matthíasar væri hugsaður til að „ljetta af honum áhyggjum og losa hann vi ð þau óþægindi, að þurfa að slíta sjer upp á ýmsri aukavinnu …“7 Styrkurinn var því blanda af viðurkenn- ingu, framfærslustyrk og nánast föðurlegri umhyggju Alþingis í hlutverki eins konar velgjörðaraðila. Þingmenn töldu einnig að verk Matthíasar héldu uppi heiðri íslensks skáldskapar í útlöndum og því fór svo að á fyrstu árum styrkveitinga til listamanna var Matthías „styrkjakóngur íslenskra bókmennta“ þar til hann lést árið 1920.8 Stundum var deilt um það árum saman í þingsölum hvort veita ætti ákveðnum skáldum brautargengi. Frægasta dæmið voru deilur um Þorstein Erlingsson og verk hans sem stóðu á árunum 1895–1913 og snérust bæði um fagurfræði, guðfræði og persónulega hagi skáldsins.9 Áratugum eftir að þessum deilum lauk töldu þingmenn þær til vitnis um að verðleika einstakra listamanna ætti ekki að ræða í ræðustól Alþingis, heldur í lokuðum nefndum. Bent hefur verið á að í upphafi 20. aldar hafi íslenskir stjórnmálamenn og aðrir sem um samfélagsmál fjölluðu tekið að átta sig á því hvaða hlut- verk listirnar gætu leikið í að „styrkja þjóðareiningu og auka menningarlega sjálfsmynd íslensks almennings. Hlutverk stjórnarstofnana í því að tengja saman listir og þjóðina hafi hins vegar verið ansi veigalítið þar til kom fram á þriðja áratug aldarinnar. Árangursríkastir voru líklega þeir fáu styrkir og námsstyrkir sem Alþingi veitti árlega…“10 Samkvæmt þessu má segja að beinn stuðningur Alþingis til listamanna, ýmist tímabundinn eða fyrir lífstíð, hafi verið kjarninn í menningarstefnu íslenskra stjórnvalda á meðan stofnanir ríkisins í menningarmálum voru að byggjast upp. Á fyrstu árum 20. aldar fjölgaði styrkjum til listamanna, bæði tímabundnum styrkjum, námsstyrkjum og eins þeim sem líta má á sem ígildi heiðurslauna dagsins í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.